Náttúru- og umhverfisvernd eru með stærstu og mest áríðandi almannaheillamálum nútímans. Alþingi má ekki samþykkja óbreytt frumvarp þar sem þau samtök eru undanskilin ívilninum fyrir almannaheillafélög.
Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í dag. Að slíkri gæðamenntun vinna skólar á þverfaglegan og skapandi hátt. Verkefnin eru unnin heima með heiminn í huga.