Dynkur

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög

Náttúruverndarsamtök krefjast þess að Þjórsárver, þ.e. Norðlingaölduveita og Kjalölduveita verði ekki teknar inn í umfjöllun í rammaáætlun, enda eigi svæðið að njóta verndar samkvæmt núverandi áætlun.

Réttur lögmannsstofa hefur fyrir hönd Vina Þjórsárvera, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Landverndar skrifað bréf til verkefnisstjórnar Rammaáætlunar um tillögur Orkustofnunar að Þjórsárver, þ.e. Norðlingaölduveita og Kjalölduveita, verði enn teknar til mats sem orkukostir við þriðja áfanga rammaáætlunar. Þess er krafist að verkefnisstjórnin hafni tillögum Orkustofnunar enda beri að friðlýsa svæðið gegn orkuvinnslu í samræmi við niðurstöður rammaáætlunar. Bent er á að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafin og lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveða á um að af lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta / svæða í verndarflokki. Landsvæðið sem ofantaldar virkjanahugmyndir eru á, er í verndarflokki.

Ennfremur segir í bréfinu:

Skýrsla verkefnisstjórnar annars áfanga rammaáætlunar staðfestir einnig þetta mat samtakanna sem og þingsályktun Alþingis frá 2013 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í athugasemdum með þingsályktunartillögunni sagði m.a. í rökstuðningi fyrir flokkun Norðlingaölduveitu í verndarflokk:

„Felur í sér röskun vestan Þjórsár á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Kvíslaveitur hafa nú þegar virkjað þverár sem falla í Þjórsá að austan, en kvíslum vestan ár hefur verið hlíft. Virkjunarkostur sem liggur á jaðri svæðis með hátt verndargildi sem menn eru sammála um að eigi að njóta friðunar. Mannvirki rétt við friðland yrðu til lýta. Því þykir rétt að vernd á svæðinu verði látin hafa forgang.”

Ljóst er að tillagðir virkjunarkostir Orkustofnunar eru vestan Þjórsár og fela í sér röskun á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Því svæði sem þegar hefur verið flokkað í verndarflokk og ákveðið að skyldi friðlýsa.

Lesa umsögn Landverndar

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.