Mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn er fyrirhuguð í tengslum við áform um umfangsmikið malarnám á Suðurlandi.

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

HeidelbergCement Pozzolanic Materials hefur lagt fram matsáætlun vegna umhverfismats fyrir mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn (í matsáætlun er tilgreint hvaða þætti ætlunin er að rannsaka þegar umhverfismatið er framkvæmt).

Stjórn Landverndar telur ávinning framkvæmdarinnar mjög lítinn og sé litið til allra samfélagsþátta séu áhrifin líklega mjög neikvæð. Í umsögn Landverndar eru gerðar margvíslegar athugasemdir, raunar hafnar Landvernd með öllu þeim áætlunum sem settar eru fram í matsáætluninni. Umsögnin í heild er aðgengileg neðst í greininni. 

Vafasamir útreikningar um samdrátt í losun

Stjórn Landverndar telur  að Skipulagsstofnun þurfi að yfirfara útreikninga í matsskýrslu og alhæfingar þar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda af framkvæmdinni.

Mikilvægasta aðgerðin til að draga úr losun frá steinsteypu í byggingum er að hanna og byggja með efnum sem valda sem minnstri losun og endurnýta þær byggingar sem fyrir eru. Margar nýjar lausnir eru við sjóndeildarhringinn þegar kemur að kolefnishlutlausum byggingum.

Nútímahraun njóta líka verndar

Þá segir að fyrirhugað framkvæmdasvæði séu ekki við eða nálægt náttúruverndarsvæðum öðrum en nútímahraunum og að uppbygging á svæðinu sé ekki talin hafa áhrif á náttúruverndarsvæði sem skilgreind eru í greinagerð núgildandi Aðalskipulags Ölfuss 2020- 2036. Hér er augljóslega um tilraun að ræða til að skrifa sig frá þeirri staðreynd sem náttúruverndarlögin kveða á um er varðar vernd nútímahrauna. 

Ekki verður séð að mölunarverksmiðjan sé brýn samfélagsleg nauðsyn – eða standi fyrir hagsmuni sem réttlæta rask á þeim nútímahraunum sem ætlunin er að raska sbr. valkost 2 í matsáætlun.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.