Aðalfundur Landverndar 2021 haldinn 12. júní

Sitjandi hópur fólks forgrunni, halda öll á grænum atkvæðaseðlum upp í loftið. Aðalfundur Landverndar er haldinn ár hvert.
Aðalfundur Landverndar 2021 fer fram í Reykjavík laugardaginn 12. júní nk. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn.

Aðalfundur Landverndar 2021

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 12. júní í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. Innskráning og afhending atkvæðaseðla hefst kl. 10:30.

Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun.

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn fyrirfram.

Í stjórn Landverndar sitja tíu manns. Á aðalfundi 2021 verður kosið um formann stjórnar til tveggja ára og fjóra stjórnarmenn til tveggja ára. 

Allir kjörgengir félagsmenn geta boðið sig fram á fundinum. Þeir sem vilja tilkynna um framboð fyrirfram eru beðnir um að senda tölvupóst á ghg (hjá) hi.is. 

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna. Við minnum á að þau sem enn skulda félagsgjöld verða að hafa greitt þau fyrir aðalfund til að tryggja sér atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum. Jafnframt hvetjum við ykkur til að taka nýja félaga með á fundinn. Hægt verður að greiða félagsgjöld á fundinum.

Dagskrá aðalfundar Landverndar

10:30 Húsið opnar
10:45 Páll Stefánsson ljósmyndari, lýsir tilbrigðum í náttúru Íslands
11:00 Setning aðalfundar og kjör fundarstjóra og fundarritara
11:00 Aðalfundarstörf

  • Kosning í nefndir fundarins, kjörnefnd, allsherjarnefnd og laganefnd
  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning ársreiknings og hann lagður fram til samþykktar
  • Kjör endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga
  • Kynning frambjóðenda til stjórnar og kosning – (Heimilt er að veita öðrum skráðum félaga umboð sitt á aðalfundi. Hver einstaklingur getur þó aldrei farið með fleiri en tvö atkvæði – sjá 13 gr. Laga. Landverndar).
  • Kosning endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga

12:00 Tillaga stjórnar að lagabreytingu félagsins – kynning og umræða

12:30 Hádegisverður

13:05 Kynningar á verkefnum Landverndar
13:15
Ályktanir aðalfundar – kynning og umræða
14:00 Hugvekja – Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur
14:15 Kjör heiðursfélaga Landverndar og ávarp heiðursfélaga
14:25 Niðurstaða stjórnarkjörs

14:45 Kaffi

15:00 Kosning um ný lög Landverndar
15:10 Afgreiðsla ályktana
15:40 Önnur mál
16:00 Aðalfundi slitið og boðið upp á léttar veitingar

Fundargögn:
Sex ályktanir sem lagðar verða fram á fundinum
Endurskoðuð tillaga að ályktun um Hálendisþjóðgarð
Tillögur að lagabreytingum
Lagabreytingartillaga frá Áskeli Þórisson, stjórnarmanni í Landvernd

Stakihnjúkur við Tungnaá. Forsíða ársrits Landverndar 2021. Skýrsla stjórnar lögð fram á aðalfundi Landverndar.
Smelltu á ritið til að lesa.

Þessi grein hefur verið uppfærð

Fréttin var uppfærð 3. maí 2021.
Aðalfundur Landverndar verður haldinn 13. maí 2021 kl. 11.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd