Aðalfundur Landverndar haldinn 19. apríl 2023

Aðalfundur Landverndar 2023 fer fram í Reykjavík síðasta vetrardag - miðvikudaginn 19. apríl nk.

Aðalfundur Landverndar 2023

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna kl. 17:00 miðvikudaginn 19. apríl í Lækjargötu 2 (3. og 4.hæð) í Reykjavík (áður Tunglið). Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. 

Fundargestir eru beðnir að skrá sig fyrirfram. 

Framboð til stjórnar

Í stjórn Landverndar sitja 10 manns. Á aðalfundi 2023 verður kosið um fjóra stjórnarmenn, auk formanns.

Allir kjörgengir félagsmenn geta boðið sig fram. Framboðsfresti lýkur 5. apríl og kynning á frambjóðendum er áformuð 14. apríl. Kosning verður rafræn á tímabilinu 15. – 19. apríl og lýkur á aðalfundinum sjálfum. 

Ályktanir

Samkvæmt lögum Landverndar skulu tillögur að ályktunum sem leggja á fyrir aðalfund að berast tímanlega og þær ber að kynna fyrir félögum. Fresti til að skila  tillögum að ályktunum lauk 9. apríl. 


Dagskrá aðalfundar Landverndar

16:30 Húsið opnað

17:00 Setning fundarins, aðalfundarstörf

  • Kosning í nefndir fundarins, kjörnefnd og allsherjarnefnd
  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning ársreiknings og hann lagður fram til samþykktar
  • Kosning endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga

17:35 Hugvekja, Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur
17:55 Niðurstöður kjörs stjórnar og formanns kynntar

18:00 Kynning ályktana
18:15 Kvöldverður og umræður um ályktanir
19:00 Ályktanir aðalfundar – niðurstöður umræðna kynntar og kosning
19:45 Kjör heiðursfélaga Landverndar og ávarp heiðursfélaga
20:00 Önnur mál
20:15 Aðalfundi slitið og boðið upp á léttar veitingar

Ársrit Landverndar 2021-2022. Kynntu þér helstu verk samtakanna. landvernd.is
Smelltu á ritið til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd