Aðalfundur Landverndar 2023
Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna kl. 17:00 miðvikudaginn 19. apríl í Lækjargötu 2 (3. og 4.hæð) í Reykjavík (áður Tunglið).
Framboð til stjórnar
Á fundinum á að kjósa fjóra í stjórn auk formanns. Framboðsfrestur er til 10. apríl og kynning á frambjóðendum er áformuð 14. apríl. Kosning verður rafræn á tímabilinu 15. til 19. apríl og lýkur á aðalfundinum sjálfum.
Stjórnin hefur skipað uppstillinganefnd fyrir aðalfund. Þau sem hyggja á framboð hafi samband við Sigurpál Ingibergsson palli@vatnajokull.com eða Lovísu Ásbjörnsdóttur Lovisa.G.Asbjornsdottir@ni.is.
Ályktanir
Samkvæmt lögum Landverndar skulu tillögur að ályktunum sem leggja á fyrir aðalfund að berast tímanlega og þær ber að kynna fyrir félögum. Stjórnin hefur ákveðið að frestur til að skila tillögum að ályktunum verði 10. apríl. Tillögur sendist Auði framkvæmdastjóra á audur@landvernd.is.
Dagskrá fundarins verður birt síðar.