Afhending grænfána

Grænfáninn er viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Á myndinni má sjá umhverfisnefd Hvolsskóla og Jón Stefánsson kennara, landvernd.is
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.

Skólar sem hafa stigið skrefin sjö á fullnægjandi hátt og uppfyllt að minnsta kosti fjögur af þeim fimm til sex markmiðum sem sett voru í upphafi tímabils verða þess heiðurs aðnjótandi að hljóta grænfánann, sem alþjóðlega viðurkenningu á því góða starfi sem fram hefur farið í skólanum. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í heiminum sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. 

Standist skólinn úttekt, er afhending skipulögð. 

Skólinn getur óskað eftir dagsetningu fyrir afhendingu á umsóknareyðublaðinu og að úttekt lokinni er afhendingadagsetning sem hentar fundin í samráði við starfsmann Landverndar. 

Skólinn ákveður hvað gert er á afhendingardegi og boðar til afhendingar. Gaman er að gera sér dagamun í tilefni afhendingarinnar. Áhersla er lögð á að skólarnir bjóði upp á dagskrá í tilefni að afhendingu fánans. Tilvalið er að bjóða nemendum, starfsfólki, aðilum úr nærsamfélagi og þar sem það á við; foreldrum og nágranna skóla/leikskóla.

Nemendur taka við fánanum sem er dreginn að húni og viðurkenningarskjal er afhent fulltrúa starfsfólks. Hægt er að fá skilti í stað fána ef það hentar betur. 

Dagskráin getur t.d. falið í sér:

  • Ræðu frá nemendum í umhverfisnefnd
  • Tónlistaratriði, eða samsöngur
  • Listrænn gjörningur
  • Veitingar (umbúðalausar að sjálfsögðu)
  • o.fl.

Fulltrúi Landverndar (starfsmenn, fulltrúar út stjórn, frá nærsamfélaginu, sveitarstjórn eða aðrir fulltrúar) afhendir fánann og segir nokkur orð í athöfninni. Þegar fáninn hefur verið dreginn að húni er tímabært að skipa nýja umhverfisnefnd og hefja vinnu við skrefin sjö að nýju.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd