Vindorka_frumvarp_landvernd_vefur

Áform um frumvarp til laga um vindorku

Ný lög um vindorku eru í bígerð, þar sem yfirlýst markmið er að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu umsögn um þessi áform.

Landvernd leggur mikla áherslu á að vandað verði  til verka við setningu nýrra laga, ekki hrapað að neinu og fyrst og síðast að ekki verði veiktar stoðir náttúru- og umhverfisréttar, staða almennings og annarra hagsmunaðila.

Landvernd leggur þunga áherslu á að ef ætlun er að gefa sveitarfélögum vald til ákvörðunar  að flýta uppbyggingu vindorku með afgreiðsluvaldi verði settur um það skýr rammi í lögum. Sú leið sem kynnt var er að mestu óútfærð og gæta verður vandlega að hverju skrefi. Hér er líklega stærsti einstaki óvissuþátturinn sem getur haft úrslitaáhrif á afstöðu Landverndar til endanlegrar stefnu frá Alþingi.

Landvernd fylgist með hverju fram vindur og leggur frekara mat á mál sem koma til umsagnar þegar Alþingi hefur mótað sýn og gert drög að stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.