Vistvernd í verki er íslenska nafnið á verkefninu Global Action Plan sem sett hefur verið á laggir í 19 löndum. Verkefnið var kynnt alþjóðlega á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio árið 1992 og er sérstaklega sniðið til að stuðla að sjálfbærri þróun neðan frá grasrótinni. Verkefnið snýr að sjálfbærum lífsstíl og styður og hvetur fólk til að tileinka sér lífsvenjur og heimilishald sem hlýfir umhverfi og eflir heilsu. Alþjóðafundur aðildarlandanna var haldinn í Svíþjóð helgina 19.-21. maí og sóttu 7 lönd fundinn. Ísland (Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar í verki), Svíþjóð, Noregur, Finnland, Írland, England og Pólland.
Alþjóðaskrifstofa verkefnisins er staðsett í Svíþjóð. Þar situr Marilyn Mehlman og heldur úti samskiptasíðu fyrir alþóðastarfið en kemst ekki yfir mikið meira því enginn styrkur eða fjármunir hafa verið reksturinn undanfarin ár og hefur Marilyn unnið sitt starf í sjálfboðavinnu.
Nú horfir til tíðinda hvað þetta varðar því niðurstaða fundarins að þessu sinni var að koma þyrfti á breytingum og leggja í samskot og vinnu til að efla alþjóðastarfið og afla styrkja. Verkefnið hefur fest djúpar rætur í mörgum landanna og hugmyndafræðin á bak við það ásamt uppbyggingunni sannað sig.
Eitt af því sem hefur borið mikinn árangur og verið vinsælt í Noregi undanfarið eru visthópar á vinnustöðum sem stefna á umhverfisvottun. Hóparnir hittast þá á vinnutíma og fá t.d. auka hálftíma eða klukkutíma í hádegishléi til að funda. Áherslan er eins og GAP gerir ráð fyrir, á heimilishald og lífsstíl starfsmanna en hefur að sjálfsögðu áhrif inn á vinnustaðinn líka.
Kíkið á írsku og ensku heimasíðurnar…
á þá norsku:
og á þá belgísku og pólsku ef þið treystið ykkur…
Og svo er það auðvitað litla alþjóðasíðan