Fróðleikur, skemmtun, útivist fyrir leikskólabörn.
Leikskólar heimsækja Alviðru í auknum mæli og þá einkum „útskriftarhópar“ leikskólanna. Í Alviðru er í boði tvenns konar dagskrá fyrir leikskóla, að vori „Krakkar út kátir hoppa“ þar sem farið er í skógargöngu og fuglar skoðaðir og síðsumars „Börnin glöð í berjamó“ þar sem ungviðinu gefst kostur á að bregða sér í berjamó rétt við túnfótinn í Alviðru. Eins og allir aðrir gestir Alviðru skoða leikskólabörnin kanínurnar og fiskana, sveifla sér í kaðli og klifra í trjám. Markmiðið er að börnin hafi bæði gang og gaman af komunni enda eru kjörorð Alviðru: Fróðleikur, skemmtun, útivist.