Ástjörn og nánasta umhverfi hennar er friðlýst og nýtur verndar náttúruverndarlaga eins og hraunið umhverfis hana. Ástjörn er grunn og sérstaklega viðkvæm, vatnsborð hennar sveiflast eftir árstíð og veðurfari. Eins og fram hefur komið í athugasemdum öðrum frá fagstofnunum er vandséð hvernig framkvæmdaaðilar ætla að tryggja með öruggum hætti að vatnsborð skerðist ekki.
Það er ábyrgðarhluti að leggja upp með svo gríðarstórar framkvæmdir á jaðri eins af örfáum friðlýstum svæðum á höfuðborgarsvæðinu.
Hvar ef ekki í slíkum tilfellum á náttúran að njóta vafans ?
Sjá nánar í umsögn.