Þórsmörk, Leyfum náttúrunni að njóta vafans, landvernd.is

Athugasemdir Landverndar við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra

Að mati Landverndar hefur ekki verið lagt mat á áhrif valkosta er hafa minni áhrif á umhverfið.

Athugasemdir Landverndar við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra, Hamragarðar/Seljalandsfoss og breytt lega Þórsmerkurvegar

Samtökin Landvernd, Þórunnartúni 6, Reykjavík, hafa áður, með hjálögðu bréfi til Skipulagsstofnunar dags. 6. júní 2017,  lýst því sem samtökin töldu alvarlega efnisgalla á þá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Sveitarfélagið hefur nú auglýst nýja tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem “Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið”.  

Landvernd hefur yfirfarið þessa tillögu og gerir eftirfarandi athugasemdir:

Breyting á legu Þórsmerkurvegar

Landvernd telur þessa breytingu til bóta og fagnar henni.

Afmörkun á afþreyingar- og ferðamannasvæði

Í umhverfisskýrslu sem fylgir núverandi tillögu að aðals- og deiliskipulagsbreytingu virðist ekki hafa verið bætt úr ágöllum á valkostaumfjöllun svokallaðra sviðsmynda, en vísað til fyrri greinargerðar/umhverfisskýrslu.  Sviðsmyndirnar sem fjallað er um í tillögunni eru þrjár:

Sviðsmynd A sem gerir ráð fyrir færslu Þórsmerkurvegar og uppbyggingu á þjónustumiðstöð og bílastæðum miðlægt á svæðinu (undirstrikun Landverndar). Samkvæmt þeirri sviðsmynd er hluti núverandi Þórsmerkurvegar fjarlægður til að skapa svæðinu meira rými.

Sviðsmynd B gerir ekki ráð fyrir tilfærslu á Þórsmerkurvegi. Bílastæði verða beggja vegna Þórsmerkurvegar norðarlega á skipulagssvæðinu og þjónustumiðstöð byggð austan við núverandi Þórsmerkurveg í námunda við bílastæði.


Sviðsmynd C gerir ráð fyrir færslu Þórsmerkurvegar til vesturs. Bílastæði verða austan við Þórsmerkurveg við Seljalandsá og þjónustumiðstöð byggð við núverandi Þórsmerkurveg, skammt sunnan við núverandi bílastæði.

Í umhverfisskýrslu dags í mars 2018, segir: “Í fyrrnefndri deiliskipulagstillögu eru þessar þrjár sviðsmyndir bornar ítarlega saman og kostir þeirrar og gallar metnir. Út frá þeim samanburði hefur sveitarstjórn ákveðið að Sviðsmynd A sé vænlegasti kosturinn og byggir því aðalskipulagsbreytingin og fyrrnefnd deiliskipulagstillaga á þeirri sviðsmynd.”  Semsagt engin tilraun gerð til að betrumbæta fyrri valkostagreiningu sem var alvarlega áfátt. Landvernd telur því enn að sveitarstjórn hafi ekki í umhverfismati áætlananna uppfyllt ákvæði laga nr. 105/2006 sbr. einnig tilskipun 2001/42/EB um skyldu til að að fjalla í umhverfismati áætlunar um áhrif á valkostum við áætlunina (sjá nánar í meðf. bréfi dags. 6. Júní 2017). Til stuðnings þessu sjónarmiði Landverndar er einnig vísað til leiðbeininga Evrópusambandsins um valkosti (e. alternatives) í umhverfismati áætlana, en svo sem kunnugt er, er forræði stjórnvalds á vali þeirra kosta er metnir eru afar fjarri því að vera sambærilegt við forræði framkvæmdaraðila á valkostum í umhverfismati framkvæmdar.

Þá virðist umfang og lega þjónustubyggingar vera svotil hið sama og í fyrri tillögu, en byggingunni þó hnikað til norðurs um nokkra tugi metra.

Að mati Landverndar hefur ekki verið lagt mat á áhrif valkosta er hafa minni áhrif á umhverfið.  M.a. eru eftirtaldir skipulagskostir ekki metnir og er þá einkum haft í huga eðli hinnar sérstöku verndar fossa í 61. gr. náttúruverndarlaga og hinni miklu sérstöðu Seljalandsfoss, sem byggir m.a. á  sýn þaðan sem staðið er á bak við fossinn út til sjóndeildarhrings í suðri og á sýn á fossinn og hlíðina frá Suðurlandsvegi. Valkostir sem eðlilegt hefði verið að fjalla um eru t.d.:

  • að engin umferðar- og þjónustumiðstöð verði byggð á svæðinu,
  • að ekki verði gert ráð fyrir annarri þjónustu en þeirri sem beinlínis tengist aðdráttaraflinu; Seljalandsfossi, en sölu veitinga verði alfarið beint annað,
  • að minni umferðar- og þjónustumiðstöð verði byggð (sjá undirkafla 5.14 í leiðbeiningarriti Evrópusambandsins)
  • að umferðar- og þjónustumiðstöð verði niðurgrafin eða byggð neðanjarðar
  • að bílastæði verði byggð neðanjarðar
  • að bílastæði verði byggð annarsstaðar, þ.m.t. í hvarfi við Seljalandsfoss
  • að umferðar- og þjónustumiðstöð verði byggð fjarri Seljalandsfossi, þar með talið í næsta þéttbýli.  

Fjöldi athugasemda virðist hafa borist sveitarstjórninni, sem hefði átt að gefa enn frekara tilefni til að athuga mun fleiri kosti og betur.

Deiliskipuleggjendur taka að mati Landverndart lítið sem ekkert tillit til þess að svæðið frá Gljúfrabúa/Gljúfurárfossi, með gamla bænum í Hamragörðum, hlíðinni og hömrunum milli fossa og Seljalandsfossi ásamt hlíðinni og hömrunum suður að Brekkuhorni myndar eina og einstaklega fagra og mikilvæga landslagsheild og að deiliskipulagstillagan mun eyðileggja þessa heild.

Auk framangreinds, skortir verulega á, að áhrif þeirra takmörkuðu kosta sem þó eru lagðir til í umhverfismati deiliskipulags, séu metnir á sambærilegan hátt, sbr. margnefnt leiðbeiningarrit Evrópusambandsins. Sá efnisannmarki einn og sér er verulegur að mati Landverndar.

Loks er sá annmarki á umfjöllun umhverfismatsins, að mati Landverndar, að ekki er með neinum málefnalegum hætti fjallað um vernd þá er fossum var veitt með gildistöku laga nr. 60/2013, þar á meðal ásýnd.  Greina þarf mun betur verndargildi ásýndar Seljalandsfoss í umhverfismati áætlunar (“Seljalandsfoss og Gljúfrabúi (720). Fossarnir báðir, svo og hamrarnir og brekkan milli þeirra. Einkar fallegir fossar, sem setja mikinn svip á landslagið, gróskumiklar brekkur.” Náttúruminjaskrá) og setja það í samhengi við rannsóknir á raunverulegri þörf fyrir svo umfangsmikil mannvirki sem skipulagsáætlanirnar gera ráð fyrir. Engin þarfagreining virðist hafa farið fram. Hver er raunveruleg þörf fyrir þjónustumiðstöð þarna og hvert er minnsta umfang sem komast má af með?

Að mati Landverndar er staðsetning og umfang þjónustumiðstöðvarinnar, skv. tillögunni mikil tímaskekkja. Víðast hvar, líka hér á landi, sbr. Landmannalaugar, Skaftafell, Hakið á Þingvöllum, eru skipuleggjendur að fara þveröfuga leið og færa þjónustumiðstöðvar sem lengst frá sjálfum náttúrudjásnunum.

Landvernd skorar á nýja sveitarstjórn Rangárþings eystra að leggja þessa tillögu til hliðar og byrja upp á nýtt, t.d. með hugmyndasamkeppni um þjónustumiðstöð sem taki tillit til ofangreinds.

f.h. stjórnar Landverndar

Virðingafyllst,
Auður Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Lesa umsögn Landverndar

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.