Landvernd hefur sent Umhverfisstofnun athugasemdir sínar við drög að mörkum og skilmálum friðlýsingar Þjórsárvera.
Í grundvallaratriðum þá fagnar stjórn Landverndar framkomnum drögum að friðlýsingarskilmálum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Með tilkomu stækkunarinnar er mikilvægt skref stigið í náttúruvernd á Íslandi. Landvernd telur þó að friðlandið ætti að ná yfir stærra svæði, m.a. lengra niður með Þjórsá, þannig að fossarnir, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss ásamt gróðurlendum með ánni allt að virkjunarlónum verði hluti af friðlandinu. Með þessu móti telja samtökin að ná megi mun heildstæðara verndarsvæði sem endurspeglar betur vistfræðilega heild og sérstöðu Þjórsárvera og nærsvæða.
Athugasemdir samtakanna má sjá hér að neðan.