Athugasemdir við tillögu Landsnets hf. að matsáætlun vegna Kröflulínu 3

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Umsögn Landverndar við tillögu Landsnets að matsáætlun Kröflulínu 3.

Landsnet hf. hefur sent Skipulagsstofnun tillögu sína að matsáætlun vegna nýbyggingar 220 kV háspennulínu, Kröflulínu 3, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð. Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við tillöguna í tveimur köflum, auk kröfu um sameiginlegt umhverfismat vegna byggingar raflína frá Blöndustöð alla leið í Fljótsdal.

Landvernd fer fram á að Skipulagsstofnun fallist ekki á tillögu Landsnets að matsáætlun vegna Kröflulínu 3 eins og hún er sett fram (1. kafli). Verði það hinsvegar mat stofnunarinnar að tillagan sé hæf, benda samtökin á fjölmargar athugasemdir sem þau telja að stofnunin verði að taka tillit til við ákvörðun sína (2. kafli). Að auki fer Landvernd fram á það að Skipulagsstofnun láti fara fram sameiginlegt umhverfismat á þeim framkvæmdum í styrkingu hins miðlæga flutningskerfis raforku á Íslandi sem þegar eru fyrirhugaðar og komnar eru eða tiltækar í ferli mats á umhverfisáhrifum, þ.e.a.s. leiðina frá Blöndustöð að Fljótsdal (3. kafli).

Umsögn Landverndar má nálgast hér fyrir neðan.

Lesa umsögn Landverndar

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top