IMG_1537

Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum

Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisráðuneytinu athugasemdir sínar vegna tillagna að nýjum lögum um landgræðslu og nýjum lögum um skógrækt.

Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisráðuneytinu athugasemdir sínar vegna tillagna að nýjum lögum um landgræðslu og nýjum lögum um skógrækt. Umsögnina í heild sinni má finna í meðfylgjandi skjali.

Í umsögninni fagnar Landvernd endurskoðun þessara laga, enda núverandi lög um hálfrar aldar gömul. Landvernd beinir því hinsvegar til ráðuneytisins að kanna kosti þess að setja eina heildarlöggjöf um gróður- og jarðvegsvernd í stað sérlaga um hvorn þessara málaflokka. Undir slíkri löggjöf mætti síðan fjalla um einstaka þætti eins og vernd, friðun og endurheimt vistkerfa (hvort sem um er að ræða mólendi, votlendi, skóglendi o.s.frv.), nýtingu gróðurlenda, þ.m.t. skógarauðlindarinnar, gerð landsáætlana í gróður- og jarðvegsvernd, og skýra tengingu við skipulagsmál sveitarfélaga. Með þessu ætti að nást betri heildarsýn á gróður- og jarðvegsvernd í landinu.

Landvernd bendir jafnframt á að endurskoða þurfi tillögurnar með hliðsjón af varúðarreglu og greiðslureglu umhverfisréttar. Þá þarf að skýra ábyrgð og skyldur þeirra sem að landbótum vinna vegna mögulega neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa sem hlotist geta af landgræðslu og skógrækt. Þar má nefna notkun ágengra framandi tegunda. Skýra þarf hlutverk stofnana í þessu.

Landvernd telur einnig að skerpa þurfi á tengslum nýrra laga við skipulagsáætlanir sveitarfélaga, en samtökin telja að bæði svæðisskipulag og aðalskipulag eigi að fjalla um landgræðslu og skógrækt á sínum svæðum. Þannig má skipuleggja betur hvaða landnæði er nýtt undir slíkt. Þetta á ekki síst við um nytjaskógrækt.

Að auki við þetta kemur Landvernd á framfæri ýmsum athugasemdum varðandi einstaka hluta í tillögum nefndanna.

Lesa umsögn Landverndar

Nýlegar umsagnir

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top