Átthagar og landslag

Hvað er að finna í nærumhverfi skólans? Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu? Hvar búum við og hvernig komumst við í skólann? Getum við haft samband við fólkið í sem býr og starfar í kringum skólann? Getum við kennt þeim eitthvað eða lært eitthvað af þeim? Getum við haft áhrif á nærumhverfi okkar með einhverjum hætti, t.d. sett okkur í samband við sveitarstjórn ef það er eitthvað sem við viljum koma á framfæri? Hvernig lítur nærumhverfi skólans út? Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur landslagið myndast? Hvernig tengist landslagið sögunni? Hvaða örnefni í nærumhverfinu? Átthagar og landslag eru hluti af þemum Skóla á grænni grein, landvernd.is
Átthagar eru það umhverfi, náttúra og samfélag sem tilheyrir heimabyggð okkar. Hægt er að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.

Hvað er að finna í nærumhverfi skólans? Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu? Hvar búum við og hvernig komumst við í skólann? Getum við haft samband við fólkið í sem býr og starfar í kringum skólann? Getum við kennt þeim eitthvað eða lært eitthvað af þeim? Getum við haft áhrif á nærumhverfi okkar með einhverjum hætti, t.d. sett okkur í samband við sveitarstjórn ef það er eitthvað sem við viljum koma á framfæri? Hvernig lítur nærumhverfi skólans út? Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur landslagið myndast? Hvernig tengist landslagið sögunni? Hvaða örnefni í nærumhverfinu?

Hvað eru átthagar?

Stutt svar:

Umhverfi, náttúra og samfélag í eða nálægt heimabyggð okkar.

Lengra svar:

Átthagar eru það umhverfi, náttúra og samfélag sem tilheyrir heimabyggð okkar. Hægt er að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar. Til nærumhverfis telst þá það sem er að finna í umhverfinu, bæði náttúrulegt landslag, s.s. fjöll og dalir, fossar og fjörur, og manngert umhverfi s.s. byggingar, vegir, stígar og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt. Til nærsamfélagsins teljast svo íbúar samfélagsins og það sem þeir hafa byggt upp, s.s. félög, samtök, stofnanir, fyrirtæki og önnur samfélagsfyrirbæri.

Fjöll – Dalir – Stofnanir – Byggingar – Fyrirtæki – Stígar

 

Hvernig er best að vinna með átthaga og landslag?

Í þessu þema felst að kynna nemendum átthaga sína, efla umhverfis- og samfélagsvitund og lýðræðisleg vinnubrögð. Eitt af hlutverkum skóla er að undirbúa nemendur undir þátt- töku í lýðræðisþjóðfélagi eins og fram kemur í aðalnámskrá. Mikilvægur hluti þessa þema er því að vinna með það sem felst í að vera þegn í lýðræðisþjóðfélagi og finna út með hvaða hætti nemendur geti haft áhrif í sínu nærumhverfi og samfélagi. Þannig er mikilvægt að nemendur þekki lýðræðisleg vinnubrögð, stjórnsýslu og helstu boðleiðir sem þeim tengjast innan samfélagsins og haft samskipti við aðila í sveitastjórn eða stofnunum í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að nemendur læri að mynda sér skoðun og tjá skoðun sína á mismunandi málefnum. Einnig að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun, rökhugsun og málamiðlunum, því ekki eru alltaf allir sammála. Gott er að vinna við þemað samkvæmt hugtakinu getu til aðgerða.

Lýðræði – Gagnrýnin hugsun – Málamiðlanir

Hægt er að vinna að þemanu með vettvangsnámi af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna ferðir út fyrir skólann þar sem nemendur kynnast bæði umhverfi og samfélagi, útikennslu hvers konar og gönguferðir úti í náttúrunni. Í þessum ferðum má kynna nemendum margbreytileika íslensks landslags sem einkum hefur mótast af samspili jarðelda og jökla. Í tengslum við það má kynna fyrir nemendum lista- og skáldverk innblásin af íslensku landslagi.

Allir geta haft áhrif á samfélagið sem þeir búa í

 

Af hverju er mikilvægt að þekkja átthaga og landslag?

Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni. Einstak- lingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar. Með því að kynnast stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu læra nemendur betur á samfélagið sem þeir búa í og vita hvert þeir eiga að leita um ákveðin málefni. Þetta styrkir ennfremur lýðræðið en í gegnum þemað geta nemendur kynnst sveitarstjórn í sinni heimabyggð og komið með tillögur að því sem má bæta í samfélaginu. Þannig læra nemendur að þeir geta haft áhrif á samfélag sitt og umhverfi til hins betra. Þeir læra einnig að þeir sem einstaklingar eru mikilvægur hluti af sínu samfélagi.

Það er nauðsynlegt að ríkis- og sveitarstjórnir, fyrirtæki og stofnanir hafi umhverfi og samfélag ætíð í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og gjörðir. Einstaklingar samfélagins hafa vald til að setja pressu á þessa aðila til að huga að þessum málum. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!

Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!

Þar sem sjálfbærni snýst um velferð og vellíðan allra Jarðarbúa er lýðræði afar mikilvægur þáttur sjálfbærni. Í raun er ómögulegt að vinna að sjálfbærni án lýðræðis. Allir þurfa að geta látið rödd sína heyrast til að breytingar geti átt sér stað. Það þarf að byrja snemma að þjálfa nemendur í að hlusta á aðra, setja sig í spor annarra og vinna saman að sameig- inlegum ákvörðunum.

Þetta þema er nátengt skrefi sex í Skólum á grænni grein, að upplýsa og fá aðra með, sem rætt var um fyrr í handbókinni. Í því skrefi er lögð áhersla á að kynna sem best stefnu skólans í sjálfbærni- og umhverfismálum og fá sem flesta til að vinna með skólanum í þessum efnum og öðrum.

 Þemað fellur sérstaklega vel að grunnþáttunum sjálfbærni, lýðræði og mann- réttindi og jafnrétti.

Hvað getum við gert?

Leikskólar og yngri bekkir grunnskóla:

  • Heimsækja vinnustaði í nágrenni skólans, t.d. vinnustaði foreldra.
  • Fara í vettvangsferð um hverfið, skoða hús allra nemenda bekkjarins eða deildarinnar og útbúa kort af hverfinu (úr endurnýttu efni) þar sem heimilin eru auðkennd, jafnvel með mynd af nemendunum.
  • Kynnast eldriborgurum, t.d. vinna verkefni með dvalarheimili í nærsamfélaginu.
  • Fara með matsblöð Skóla á grænni grein í stofnanir eða fyrirtæki í nágrenninu og kanna hvernig þau standa sig í tilteknum þemum.
  • Komast að samkomulagi innan skólans um hvað megi betur fara í nærsamfélaginu og ræða umbætur við sveitarstjórn.
  • Halda sýningu um umhverfismál í stofnunum eða fyrirtækjum í nærsamfélaginu.
  • Standa fyrir viðburði innan skólans þar sem nærsamfélaginu er boðið að taka þátt.
  • Hafa kennslustundir úti (t.d.íútikennslustofu) í ólíkum fögum og jafnvel í stundatöflu.
  • Skoða og lýsa náttúrulegu umhverfi í nágrenni skólans.
  • Skoða plöntur og dýr á skólalóð eða í nágrenni skólans.
  • Fara í ferðir út í náttúruna, fjallgöngur eða aðrar lengri ferðir, í lengri vettvangsferðum er tilvalið að nýta almenningssamgöngur.

Eldri bekkir grunnskóla og framhaldsskólar:

  • Setja sig í samband við sveitarstjórn og fá upplýsingar um hvernig stjórnsýslan virkar.
  • Halda umræðufund innan skólans, t.d. á formi heimskaffis, þar sem allir taka þátt og ræða umbætur innan skólans og framkvæma þær í kjölfarið.
  • Halda íbúafund með íbúum í nærsamfélaginu þar sem allir fá að láta rödd sína heyrast og markmiðið er að koma með tillögur að samfélagsumbótum sem eru síðan sendar sveitar- eða borgarstjórn.
  • Gera könnun í sveitarfélaginu á umhverfishegðun, s.s. sorpflokkun, vatns- og orkunotkun. Hægt að byrja á heimilum nemenda skólans.
  • Heimsækja vinnustaði foreldra og fá upplýsingar um ólíka starfsvettvanga.
  • Gera úttekt á náttúrulegu umhverfi í nágrenni skólans.
  • Fara í fjallgöngu eða aðrar lengri ferðir í nágrenni skólans.
  • Þegar farið er í lengri ferðir er tilvalið að nýta almenningssamgöngur eða hjóla.
  • Vinna með lista- og skáldverk innblásin af íslenskri náttúru.

REYNSLUSÖGUR ÚR SKÓLUM:

Nemendur í Lýsuhólsskóla gerðu sýningu í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla fengu haustið 2015 beiðni frá þjóð- garðsverði Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um að gera sýningu í Salthúsinu á Malarrifi í sam- starfi við þjóðgarðinn. Sýningin átti að höfða til barna og tengjast umhverfi Malarrifs. Nemendurnir slógu til og hófst í kjölfarið hugmyndavinna um hvernig best væri að setja verkefnið fram. Vinnan fólst í m.a. í vettvangsferðum um svæðið og viðtölum við fyrrum vitaverði og ábúendur á staðnum auk þess sem annarra heimilda var aflað. Nemendur útbjuggu flettispjöld og skilti með ýmsum fróðleik og voru skiltin í laginu eins og saltfisk- ur – enda saltfiskur áður verkaður í salthúsinu. Á skiltunum var að finna upplýsingar um sögu svæðisins, þjóðsögur, lífríki og jarðfræði. Einnig söfnuðu nemendur ýmsum minjum, s.s. við sjávarsíðuna og fundu dæmi um leikföng sem börn léku sér með áður fyrr. Þetta verkefni er gott dæmi um hvernig skólar geta unnið með nærsamfélaginu, í þessu tilfelli Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, en skólar eru hvattir til að fara þess á leit við aðila í nær- samfélaginu að vinna með þeim verkefni. Þannig tengist verkefnið skrefi sex að upplýsa og fá aðra með. Einnig var áhugavert hvernig hugmyndavinnan var að mestu í höndum nemenda sem höfðu mikið um það að segja hvernig sýningin var unnin og hvernig hún var sett fram. Verkefnið tengist einnig þemanu náttúruvernd og grunnþáttunum sköpun og lýðræði og mannréttindi í aðalnámskrá.

Börnin í leikskólanum gerðu úttekt á stöðu bæjarskrifstofunnar í umhverfismálum

Börn í leikskóla nokkrum höfðu veður af því að úrgangsmálum á bæjarskrifstofunni væri ábótavant. Þau ákváðu að taka til sinna ráða og fóru með matsblöð Skóla á grænni grein fyrir þemað úrgangur á bæjarskrifstofurnar til að kanna stöðuna. Í kjölfarið tóku þau saman niðurstöðurnar og komu með ábendingar um hvað betur mætti fara. Börnunum var mjög vel tekið af starfsmönnum skrifstofunnar sem tóku athugasemdirnar til sín og ákváðu að gera eitthvað í málunum. Þetta litla dæmi sýnir að nemendur geta haft áhrif út á við og passar einnig vel sem hluti af skrefi sex að upplýsa og fá aðra með. Það tengist einnig þemanu neysla og úrgangur sem og grunnþættinum lýðræði og mannréttindi í aðalnámskrá.

Nemendur í Grenivíkurskóla sendu sveitarstjóra skýrslu um úrgangsmál í sveitarfélaginu

Nemendur í 2. og 3. bekk Grenivíkurskóla fóru í vettvangsferð á gámasvæði Grýtubakka- hrepps og komust að því að umgengnin þar var ekki nógu góð auk þess sem merkingum og flokkun var ábótavant. Þeir ákváðu að taka málið í sínar hendur og sendu sveitarstjóra skýrslu um málið. Nemendur voru í kjölfarið boðaðir á fund sveitarstjóra sem tók athugasemdirnar mjög alvarlega og ákvað að gera eitthvað í málunum. Sveitarfélagið hófst þá handa við að lagfæra svæðið og bæta umgengni og flokkun. Þetta verkefni sýnir hvernig nemendur geta haft áhrif til hins betra innan sinnar heimabyggðar og passar jafnframt vel sem hluti af skrefi sex að upplýsa og fá aðra með. Það tengist einnig grunn- þættinum lýðræði og mannréttindi

Nemendur Grunnskólans í Hveragerði kynnast nýrri gönguleið á hverju hausti

Grunnskólinn í Hveragerði er með skemmtilegt verkefni sem kallast árgangagöngur. Á hverju hausti fer hver árgangur í göngu í nærumhverfi skólans og lengist gangan smátt og smátt eftir því sem börnin eldast. Nemendur 10. bekkjar fara þannig lengstu leiðina og gista í skála yfir nótt. Á leiðinni kynnast nemendur villtri íslenskri náttúru og eru gróðurfar og dýralíf skoðuð. Nemendur kynnast einnig landslagi og gönguleiðum í nærumhverfinu. Verkefnið hefur mælst mjög vel fyrir bæði af nemendum og kennurum skólans. Verkefnið tengist einnig þemanu náttúruvernd.

Verkefnavefir

Jarðfræðivefurinn

Heimabyggð fyrr og nú Landslag

Miðstöð útivistar og útináms

Náttúruskóli Reykjavíkur Útikennsluskrín

Útikennsla.is

Jörð í hættu!? – Geta til aðgerða

Hreint haf – Hafðu áhrif!