Drög að breytingum á raforkulögum liggja nú fyrir. Þeim er ætlað er að skýra betur heimild dreifiveitna til að haga gjaldskrá sinni þannig að almennir notendur dreifikerfisins beri ekki kostnað ef tengingar nýrra viðskiptavina við kerfið valda viðbótarkostnaði sem bundin er við þá tengingu.
Almennt kallar Landvernd eftir því að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum til að tryggja stöðu almennra notenda raforku og til orkuskipta þannig að stórnotendur geti ekki skapað hættu á orkuskorti og óhóflegum hækkunum á raforkuverði.