Landvernd hefur gert athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á refsiákvæðum náttúruverndarlaga.
Stjórn Landverndar telur mikilvægt að endurskoða refsiábyrgð í núverandi náttúruverndarlögum, eins og fyrirliggjandi frumvarp kemur inn á. Landvernd tekur undir þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu, en bendir jafnframt á að við heildarendurskoðun laganna þurfi að huga að fleiri þáttum er varða refsiábyrgð en hér er tekið á. Reyndar telur stjórn Landverndar að almennt þurfi að auka og skýra heimildir í náttúruverndarlögum til að beita þvingunarúrræðum sé gengið gegn lögunum. Í núverandi lögum eru fremur fá slík úrræði.