Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.

Matsáætlun - CODA terminal

 Verkefnið er áhugavert og þarft framlag til að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem eins og alkunna er er að valda afar hættulegum breytingum á loftslagi jarðar. Reynslan af verkefni sem þessu er takmörkuð. Því þarf að vanda sérstaklega vel til verka, greina vel frá valkostum, skoða öll hugsanleg áhrif á umhverfi og samfélag og draga fram áhrif verkefnisins hjá þeim aðilum sem fanga efnið og flytja það til Íslands. 

CODA terminal mun nýta auðlindir í jörðu, basalt, til að farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða verður starfsemina út frá umhverfisrétti. Með verksmiðjunni munu Íslendingar sjá um að farga úrgangi frá öðrum löndum. Almenna reglan í umhverfisrétti er að hvert og eitt ríki beri ábyrgð á sínum úrgangi sem og endurnýtingu eða förgun hans. Fjalla þarf um þessa mótsögn í matsskýrslunni og hvers vegna vikið er frá meginreglunni. Viðtakinn, basalt,breytist einnig varanlega og óafturkræft og má því líta á það þannig að verksmiðjan nýti auðlindir í jörðu og Landvernd beinir því þeirri spurningu til skipulagsstofunar hvort framkvæmdin eigi að fara eftir lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Stjórn Landverndar hvetur framkvæmdaaðila til þess að standa vel að umhverfismati við þessa stóru framkvæmd með því að setja fram raunverulega valkosti og meta alla umhverfisþætti sem verða fyrir áhrifum. Allmikill meðbyr er í samfélaginu við verkefni Carbfix og óþarft er að spilla því með vafasömu umhverfismati.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.