Leitarniðurstöður

Hvert stefna flokkarnir í umhverfismálum?

Umhverfis- og loftslagsmál eru mikilvægustu málefni samtímans. Þrátt fyrir það virðist djúpt á þessum málum í stefnum flokkanna, fyrir komandi kosningar. Landvernd og fjölmörg náttúruverndarsamtök bjóða forystu flokkanna í pallborð til þess að ræða málin.

Skoða nánar »

Síðasti naglinn í borginni

Landvernd og Reykjavíkurborg taka höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Bíll á negldum dekkjum veldur margfalt meiri mengun en bíll á ónegldum vetrardekkjum. Úrval ónegldra vetrardekkja verður sífellt betra og fá mörg þeirra góða umsögn og háa einkunn.

Skoða nánar »

Útvarpsinnslög Þorgerðar Maríu um COP16 og COP29

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnuflakki þar sem hún sækir heim bæði COP16 ráðstefnuna um líffræðilegan fjölbreytileika, í Cali í Kólumbíu, og COP29 um loftslagsbreytingar, í Baku í Azerbaijan. Á meðan ferðalaginu stendur hefur Þorgerður verið með regluleg innslög í Samfélaginu á RÁS 1, en hér að neðan er hægt að hlusta á öll innslögin.

Skoða nánar »

Umsögn um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Við megum ekki færa ábyrgðina yfir á komandi kynslóðir. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld beiti sér fyrir skýrum aðgerðum í loftslagsmálum og auki til muna fjármagn fyrir þær aðgerðir sem fram koma í nýrri uppfærslu aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum.

Skoða nánar »