Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2019. Verkefni fyrir skóla

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert, landvernd.is
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Hér má finna námsefni og verkefni sem tilvalið er að leggja fyrir í tengslum við daginn.

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september hafa verið útbúnar þrjár verkefnalýsingar fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla og eru skólar hvattir til að nýta sér efnið.

Verkefnin eru einföld í notkun og er gert ráð fyrir að framkvæmdin taki um klukkustund.

Um er að ræða samstarfsverkefni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Landverndar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.

Skoða námsefni fyrir;

Miðstig

Unglingastig

Kennsluleiðbeiningar

Annað námsefni tengt deginum