Deilihagkerfi: Nýtt fyrirbæri eða gamla neysluhyggjan?

Í erindi sínu fjallaði Juliet Schor fjalla um deilihagkerfið. Hún velti upp þeirri spurningu hvort deilihagkerfið sé sú töfralausn frá umhverfismengandi einnota samfélaginu sem því var ætlað að vera eða enn eitt gróðatækið.

Juliet Schor, prófessor í félagsfræði við Boston College og höfundur fjölmargra bóka og fræðigreina um neyslusamfélag nútímans hélt fyrirlestur um deilihagkerfið í boði rannsóknarverkefnisins „The Reality of Money“ við Heimspekistofnun, Landverndar og Háskóla Íslands á Þjóðarspeglinum í HÍ.

Í erindi sínu fjallaði Juliet Schor fjalla um deilihagkerfið. Hún velti upp þeirri spurningu hvort deilihagkerfið sé sú töfralausn frá umhverfismengandi einnota samfélaginu sem því var ætlað að vera eða enn eitt gróðatækið. Um þessar mundir vinnur próf. Schor að bók um þetta efni.

Juliet Schor er prófessor í félagsfræði við Boston College. Áður kenndi hún við hagfræðideild Harvard í 17 ár. Hún er afkastamikill höfundur og hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina um afleiðingar neyslusamfélaga nútímans. Nýjasta bók hennar heitir Plentitude. Í henni fjallar Schor um hnignun vistkerfa út frá hagfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarhorni. Hún leggur til róttækar breytingar á lífsmáta og lífsgildum nútímamannsins og því hvaða skilning við leggjum í neysluvarning.

Fyrirlestur Juliet Schor um deilihagkerfið er nú aðgengilegur á youtube. Landvernd reynir eftir fremsta megni að taka upp þá fyrirlestra sem haldnir eru á okkar vegum og koma þeim á netið. Við þökkum samstarfsaðilum okkar fyrir samvinnuna við þetta verkefni: Háskóli Íslands og rannsóknarverkefnið ,,The Reality of money“ við heimspekisvið Háskóla Íslands.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd