Einnota plast er tímaskekkja, hreinsum plast úr náttúrunni. Hér má sjá mynd frá Norræna strandhreinsunardeginum 2017 á Snæfellsnesi, landvernd.is

Dregið úr plastmengun með lagasetningu

Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.

Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (EES-reglur, plastvörur) 720. mál. Send Nefndarsviði Alþingis 22. maí.

Landvernd þakkar veittan frest til þess að skila umsögn um ofnagreint mál. Stjórn Landverndar styður heilshugar innleiðingu í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/904 frá 5. júní 2019 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Þessi lagabreyting og bann á þær einnota plastvörur sem um ræðir, yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska náttúru sem og lífríki á hafsvæðum í kringum Ísland. Landvernd hefur kynnt sér lagafrumvarpið og gerir eftirfarandi athugasemdir.

Ganga þarf lengra og banna þarf fleiri einnota plastvörur

Landvernd telur að ganga þurfi enn lengra í banni á einnota plastvörum og bendir sérstaklega á einnota bleyjur, tíðavörur, tóbaksvörur og veiðarfæri úr plasti eða sem innihalda plast.

Nýjar lausnir þarf í stað einnota plastbleyja

Hvert ár fæðast um það bil 5.000 börn á Íslandi. Samtals nota þessi börn líklega 50.000 bleyjur dag hvern.1 Mikill hluti þessara barna notar einnota bleyjur sem innihalda plast. Stjórnvöld í Vanúatú í Kyrrahafi bönnuðu einnota bleyjur í desember 2019 vegna umhverfissjónarmiða. Sígarettur eru á topp-10 lista yfir plastúrgang sem finnst á evrópskum strandsvæðum. 4,5 trilljón (þúsund billjarðar) sígarettustubbar enda í náttúrunni árlega og þeir leka nikótíni og þungmálmum og verða svo að örplasti. Finna verður lausn á þessum gríðarlegu vandamálum sem tengjast plastmengun frá einnota vörum og merkingar á umbúðir eru ekki endanleg lausn. Framleiðendur verða að fá strangt aðhald sem hægt er að veita með banni á plastefnum í þessum vörum og hvatningu á umhverfisvænum lausnum.

Veiðarfæri eru mest áberandi á ströndum Íslands

Veiðarfæri og aðrar plastvörur sem tengjast sjávarútvegi eru meirihluti af því plasti sem finnst á ströndum Íslands. Mjög áríðandi er að taka á þeim vanda og hvetur stjórn Landverndar Alþingi til þess að setja nú þegar í gang starfshóp sem skoðar hvernig megi draga úr þessari plastmengun. Þá vill Landvernd að útgerðum verði gert að taka þátt í hreinsun stranda á Íslandi.

Landvernd hvetur til þess að farið verði hið fyrsta í samráð við hagsmunaaðila í sambandi við útfærslu á tilskipunum á framleiðendaábyrgð á m.a. bleyjum, tíðavörum, tóbaksvörum og veiðarfærum sem innihalda plast.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Fyrri umsagnir

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.