Krýsuvík, landvernd.is

Ekkert skipulag í gildi í Krýsuvík

Skipulagsstofnun hefur upplýst að ekkert skipulag sé í gildi á því svæði við Krísuvík sem fyrirhugað er að nýta til kvikmyndatöku. Veita má leyfi til framkvæmda á grundvelli bráðabirgðarákvæða ef Skipulagsstofnun er því meðmælt. Ekki liggur fyrir hvort slík meðmæli hafi verið veitt.

Að mati Skipulagsstofnunar er gerð sprengigíganna og vegagerð
vegna fyrirhugaðrar kvikmyndatöku við Krýsuvík framkvæmdisleyfisskyldar framkvæmdir þar sem í þeim felst efnistaka, efnislosun og annar tilflutningur á jarðefnum. Þá upplýsir Skipulagsstofnun að framkvæmdin eigi að vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Engar slíkar áætlanir eru fyrir hendi á svæðinu. Stofnun upplýsir einnig að unnt sé að veita leyfi til framkvæmda, þó ekki liggi fyrir skipulag, á grundvelli 3. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum, að undangengnum meðmælum
Skipulagsstofnunar. Í bréfinu kemur ekki fram hvort Skipulagsstofnun hafi veitt slík ,,meðmæli”.

Bréf Skipulagsstofnunar til Landverndar:

Efni: Framkvæmdir vegna kvikmyndatöku í Krýsuvík, Hafnarfirði.

Vísað er til tölvuskeytis Landverndar móttekið 28. júní 2005 þar sem óskað
er álits Skipulagsstofnunar á því hvort framkvæmdir vegna gerðar
sviðsmyndar í Krýsuvík fyrir töku myndarinnar “Flags of our fathers”, sé
skipulagsskyld framkvæmd. Með erindinu fylgdi tölvubréf Landverndar til
bæjarstjóra Hafnarfjarðar þann 28. júní s.l., fundargerð Umhverfisnefndar
Hafnarfjarðar/Staðardagskrár’21 frá 15. júní 2005, bréf stjórnar
Reykjanesfólksvangs dags. 20. júní 2005, bréf Umhverfisstofnunar dags. 13.
júní 2005, greinargerð Dr. Andrésar Arnalds um landgræðslu að framkvæmdum loknum, umsögn Yngva Þórs Loftssonar dags. 6. júní 2005, minnispunktar Guðjóns Inga Eggertssonar verkefnisstjóra SD21 dags. 22. júní 2005, erindi truenorth dags. 30. maí 2005 og erindi Hafnarfjarðarbæjar til stjórnar Reykjanesfólksvangs dags. 15. júní 2005.

Myndatökusvæðið er innan marka Reykjanesfólksvangs og er allt jarðrask háð leyfi Umhverfisstofnunar, sbr. auglýsingu um friðlýsingu svæðisins í
B-deild Stjórnartíðinda nr. 520/1975. Umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 13.
júní 2005, liggur fyrir og segir þar að “framkvæmdaleyfi” sé háð
skilyrðum um að fyrir liggi áætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir að loknum
tökum í samræmi við áætlanir Landgræðslunnar og samkomulag framkvæmdaaðila við hana.

Framkvæmdirnar felast í gerð sviðsmyndar fyrir kvikmynd og frágangi á
landi að tökum loknum. Ráðgert er að svíða gróður til að líkja eftir
afleiðingum skotárása og grafa holur, 6m breiðar og 3 m djúpar, sem í
verða sprengdar “knallettur” til að framkalla sprengjuáhrif. Ekki kemur
fram hversu margar holur verða grafnar né hversu stórt svæði fer undir
framangreindar framkvæmdir. Jafnframt verða settar upp vinnubúðir á 2
hektara svæði fyrir 400 leikara og 150 manna kvikmyndatökulið og gerður er
aðkomuvegur að búðunum.

Í 47. gr. laga um náttúruvernd segir m.a. að öll efnistaka sé háð
framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar, sbr. 27. gr. skipulags- og
byggingarlaga en þar segir að meiri háttar framkvæmdir sem áhrif hafa á
umhverfið og breyta ásýnd þess, s.s. breyting lands með jarðvegi og
efnistöku skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Ekki liggur fyrir
staðfest aðalskipulag né samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið.

Að mati Skipulagsstofnunar er gerð “sprengigíganna” og vegagerð
framkvæmdisleyfisskyldar framkvæmdir þar sem í þeim felst efnistaka,
efnislosun og annar tilflutningur á jarðefnum. Unnt er að veita leyfi til
framkvæmda, þó ekki liggi fyrir skipulag, á grundvelli 3. tl. ákvæða til
bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum, að undangengnum meðmælum
Skipulagsstofnunar. Í framkvæmdisleyfisgögnum getur sveitarstjórn
tilgreint öll skilyrði sem leyfishafar vilja setja um framkvæmdina s.s.
afmörkun framkvæmdasvæðis, staðsetningar efnistöku-/efnislosunarsvæða,
frágang á landi og landgræðslu, tímasetningar og annað sem ástæða þykir
til, sbr. einnig skilyrði í umsögn Umhverfisstofnunar.

Uppsetning vinnubúðanna fellur einnig undir skipulags- og byggingarlög að
mati Skipulagsstofnunar. Þar sem um er að ræða vinnubúðir sem eiga að
standa í stuttan tíma getur sveitarstjórn veitt leyfi skv. 71. gr.
byggingarreglugerðar án undangenginnar skipulagsgerðar. Skipulagsstofnun
vekur þó athygli á ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir
atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og lið 10.7 í
fylgiskjali 2 um starfsleyfi sem heilbrigðisnefnd veitir fyrir s.s.
farandssalernum, farandeldhúsum og vinnubúðum sem tengjast tímabundnum framkvæmdum.

Hafdís Hafliðadóttir

Afrit: Hafnarfjarðarbær, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.