Í umsögn Landverndar til Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðrihluta Þjórsár kemur fram eindreginn vilji samtakanna til þess að umhverfismatið frá 2003 verði gert á nýjan leik.
Landvernd bendir á að tilhögun virkjunar og forsendur hafa breyst verulega á þeim 12 árum sem liðin eru frá mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, sem fjallaði um þrjá ólíka virkjunarkosti. Sem dæmi hefur ferðaþjónusta vaxið gríðarlega sem atvinnugrein í landinu almennt og á nærsvæðum virkjunarinnar. Þá telur Landvernd að ýmsu hafi verið ábótavant varðandi rannsóknir á áhrifum virkjunarinnar á lífríki, landslag og samfélag, sbr. viðfesta greinargerð, sem tækifæri væri að bæta úr með nýju mati.