Viðey í Þjórsá, þetta svæði mun hverfa undir lón ef af Hvammsvirkjun verður. Stóriðja notar tæp 80% alls rafmagns í landinu. Þurfum við virkilega meira? landvernd.is

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar

Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn sína um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar. Landvernd telur einsýnt að endurgera matið.

Í umsögn Landverndar til Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðrihluta Þjórsár kemur fram eindreginn vilji samtakanna til þess að umhverfismatið frá 2003 verði gert á nýjan leik.

Landvernd bendir á að tilhögun virkjunar og forsendur hafa breyst verulega á þeim 12 árum sem liðin eru frá mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, sem fjallaði um þrjá ólíka virkjunarkosti. Sem dæmi hefur ferðaþjónusta vaxið gríðarlega sem atvinnugrein í landinu almennt og á nærsvæðum virkjunarinnar. Þá telur Landvernd að ýmsu hafi verið ábótavant varðandi rannsóknir á áhrifum virkjunarinnar á lífríki, landslag og samfélag, sbr. viðfesta greinargerð, sem tækifæri væri að bæta úr með nýju mati.

Lesa umsögn Landverndar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.