Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hve miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr.
Á eftir fara athugasemdir stjórnar Landverndar við skýrslu BCG en þær eru ekki tæmandi enda skýrslan mjög margar síður. Helstu athugasemdir varða:
– Ofuráhersla er efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækja
– Sviðsmyndir eru óraunhæfar
– Grunnreglur umhverfisréttar eru að engu hafðar
– Ekki er skýrt hvernig bregðast á við og draga úr alvarlegum umhverfisáhrifum
– Algjör vöntun er á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, burðarþol fjarða vegna lífræns efnis eða af lúsalyfjum, plasti og koparoxíði,
– Umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar er ófullnægjandi
– Alvarlegir annmarkar eru á heimilda- og hugtakanotkun