Fjöldi ályktana samþykktar á aðalfundi 2008

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn var í Norræna húsinu laugardaginn 16. maí s.l. voru sex stefnumarkandi ályktanir samþykktar á sviði orkumála, loftslagsmála, atvinnumála, stjórnsýslu, umhverfisfræðslu og verndun hrauna.

Frá aðalfundi Landverndar.

Nokkuð var um endurnýjun í stjórninni. Björgólfur Thorsteinsson rekstrarhagfræðingur, var endurkjörinn formaður en þau Árni Bragason náttúrufræðingur; Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur; Hrefna Sigurjónsdóttir vistfræðingur; Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur og Jón S. Ólafsson vatnalíffræðingur voru kosin í stjórnina. Í stjórn voru fyrir þau Karl Ingólfsson; Sigrún María Kristinsdóttir blaðamaður og nemi í umhverfisfræðum við HÍ; Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur og fv. rektor Háskóla Íslands og Þórunn Pétursdóttir landgræðslufulltrúi á Vesturlandi.

Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr stjórninni sökum þingmennsku en þau Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir og Magnús Hallgrímsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Auk þeirra hvarf Freysteinn Sigurðsson varaformaður úr stjórn en hann lést í lok síðasta árs.

Á fundinum var ennfremur kosið í fagráð.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd