Frá aðalfundi Landverndar

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Ályktanir og fréttir frá aðalfundi,

Gísli Már Gíslason, horfir til baka og spyr hvort hugarfar hafi breyst.

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir opnaði aðalfund Landverndar. Í ræðu sinni sagði fór ráðherra yfir vítt svið Hún sagði að í sínum huga sé „mikilvægast að ná stjórn á þróuninni, að búa svo í haginn að ákvarðanir um landnotkun, nýtingu og vernd, séu teknar á yfirvegaðan og lýðræðislegan hátt. Of lengi hafa slíkar ákvarðanir verið allt of tilviljanakenndar og einkennst af skammsýni og auðlindagræðgi. Því þarf að breyta og að því er nú unnið.“

„Í niðurlagi ræðu sinnar sagði ráðherra: Rammaáætlun, náttúrverndaráætlun, landsskipulag – allt eru þetta mikilvæg tæki til að efla náttúru- og umhverfisvernd hér á landi. Stjórntæki sem munu hjálpa okkur að snúa af leið stjórnlausrar auðlindanýtingar, í átt til skynsamlegri, sjálfbærari og betri umgengni við náttúruna og vistkerfi hennar. Án heilbrigðrar náttúru og þjónustu vistkerfa á mannskepnan enga möguleika. Það er sú staðreynd og afleiðingar hennar sem við þurfum öll að horfast í augu við. Í henni felst hugarfarsbyltingin. Og sú bylting verður ekki aðeins fyrir tilstilli stjórntækja eða stjórnvalda. Hún verður aðeins að veruleika með þrotlausri, öflugri uppfræðslu og umræðu um nauðsyn náttúru- og umhverfisverndar. Þar liggur okkar hlutverk, okkar ábyrgð.“

Stefán Arnórsson, jarðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um jarðhita og sjálfbæra vinnslu hans. Á máli Stefáns var það að skilja að mikil óvssa sé um stærð og forða svæðanna og að margt bendi til þess að stórtæk áform um raforkuframleiðslu með jarðvarma séu ekki líkleg til þess að vera sjálfbær.

Gísli Már Gíslason, líffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Fjallaði um Þingvallavatn og þjóðgarðinn. Hann talaði um reynsluna frá Mývatni, þar gættu menn ekki að varúðarsjónarmiðum. Gísli telur að það muni taka náttúruna hundruðir ára að koma Mývatni aftur í gott horf.

Þau Guðmundur Steingrímsson og Sigrún María Kristinsdóttir nýjir meðlimir í stjórn Landverndar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd