Stjórn Landverndar telur jafn ríka ástæðu til þess nú og fyrir tveimur árum að stefna að þjóðgarði á Vestfjörðum og varðveita einstakt svæði til framtíðar.
Orkubú Vestfjarða lagðist gegn þjóðgarði og sendi virkjanatillögu sína beint til ráðherra til úrvinnslu.
Landvernd sér ekki að neitt hafi breyst frá tillögunni um friðun og áformum um þjóðgarð frá því í tíð síðustu ríkisstjórnar. Raunar telur Landvernd tillögu Orkubús Vestfjarða um virkjun í friðlandi Vatnsfjarðar og viðtökur við henni, dæmi um ómarkvissa stjórnsýslu og lýsir yfir þungum áhyggjum af því að orkugeirinn virði ekki friðlönd.
Virðum friðlandið í Vatnsfirði!