Stjórn Landverndar vill benda á að með innleiðingu Árósarsáttmálans hefur réttur umhverfisverndarsamtaka til að fá fyrirtekt fyrir dómsstólum rýrnað en ekki aukist eins og markmið Árósasáttmálans segir til um. ESA hefur hafið frumkvæðisathugun vegna þessa en nú eru mál sem ESA hefur til meðferðar vegna brota Íslands á EES reglum í umhverfismálum orðin þrjú. Stjórn Landverndar vill því beina því til ríkisstjórnarinnar að hún setji sérstakt fjármagn í aðskoða réttarstöðu umhverfisverndarsamtaka sem og að hún fari yfir hvers vegna íslensk lög brjóta ítrekað gegn EES samningnum þegar kemur að umhverfismálum.
Stóraukin áhersla samfélags og ríkisstjórnar á umhverfismál endurspeglast að litlu leyti í fjármálaáætlun. Nokkur jákvæð teikn eru á lofti en ástand íslenskra vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda eru í slæmum málum og verulegt átak þarf til að bæta þar úr.Fjárlögin verða að taka betur mið af þessu.