Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun

Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um breytingun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Landvernd hefur birt umsögn við frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Landvernd hefur fengið til umsagnar ofangreint lagafrumvarp.

Afar skammur tími gafst til umsagnar um þetta mál, eða alls 14 almanaksdagar. Gerð er athugasemd við þann stutta tíma sem gefinn var. Aðrar athugasemdir eru eftirfarandi:

1.gr. frumvarps

Stjórn Landverndar gerir alvarlegar athugasemdir við þá tillögu flutningsmanna frumvarpsins að fella út 3.málsl. 3.mgr. 3.gr. laganna en málsliðurinn hljóðar svo: „Verndar- og orkunýtingaráætlun tekur ekki til landsvæða sem njóta friðlýsingar í samræmi við 50. gr. laga um náttúruvernd nema tiltekið sé í friðlýsingarskilmálum að virkjunarframkvæmdir séu heimilar á viðkomandi svæði.“ Stjórn Landverndar telur að umræddur málsliður sé afar mikilvæg staðfesting og trygging fyrir því að ákvarðanir sem teknar hafa verið um friðlýsingu mikilvægra náttúrusvæða haldist en séu ekki háðar ákvörðunum um orkunýtingu. Friðlýsing er tilkomin m.a. vegna sérstæðs landslags, lífríkis, jarðminja eða menningarminja. Með friðlýsingu er því búið að taka ákvörðun um ákveðna landnýtingu af rökstuddum ástæðum sem ekki er rétt að breyta með öðrum lögum.Þar að auki myndi ákvæðið draga úr trúverðugleika friðlýsinga og sátt milli andstæðra skoðana um landnýtingu.

2. og 3.gr. frumvarps

Stjórn Landverndar telur óásættanlegt að svo miklar heimildir verði gefnar til rannsókna á svæðum sem eru í biðflokki eða hafa ekki verið flokkuð eins og tillaga flutningsmanna frumvarpsins felur í sér. Breytingar sem lagðar eru til myndu m.a. hafa í för með sér að á umræddum svæðum geti átt sér stað umfangsmikið jarðrask vegna rannsókna sem breyta mun svæðunum varanlega. Ljóst er að einkum á jarðvarmasvæðum verður alltaf um mikið jarðrask að ræða ef rannsóknarheimildir verða veittar. Má hér t d. nefna Þeistareykjasvæðið og hve miklum breytingum það tók eftir að rannsóknir hófust þar. Segja má að með þeim hafi svæðið þegar orðið að nýtingarsvæði vegna orkuvinnslu og mun erfiðara sé aftur að snúa. Þannig geta svæði í biðflokki orðið fyrir óafturkræfu raski vegna rannsókna, án nokkurrar vissu um hvort þau lendi í nýtingarflokki síðar meir. Þess vegna er því eindregið hafnað að gerð verði breyting á 5.gr. núgildandi laga. Af sömu ástæðum er því einnig eindregið hafnað að bæta við nýrri grein um óflokkaða virkjunarkosti eins og 3.gr. frumvarpsins gerir ráð fyrir.

4. og 6.gr. frumvarpsins

Stjórn Landverndar tekur undir það að mikilvægt sé að sátt ríki um flokkun virkjunarhugmynda samkvæmt þingsályktunartillögu umhverfis- og auðlindaráðherra á hverjum tíma eins og lögð er áhersla á í greinargerð með frumvarpi þessu. Í þessum tveimur greinum frumvarpsins er lagt til að ráðherra leggi tillögur verkefnisstjórnar óbreyttar fram á Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun. 4.gr. á við um ferli flokkunar almennt óháð tíma, en 6.gr. er ákvæði til bráðabrigða sem gerir ráð fyrir að sú verkefnisstjórn sem skilaði skýrslu sinni í júní 2011 taki þá þingsályktunartillögu sem nú er í meðförum Alþingis og flokki virkjunarkosti í samræmi við skýrslu sína frá 2011. Stjórn Landvernar bendir á að sú þingsályktunartillaga sem nú er til skoðunar á Alþingi er byggð á skýrslu verkefnisstjórnar frá 2011 að teknu tilliti til mikils fjölda umsagna sem bárust um málið.

4.gr. frumvarpsins er um margt áhugaverð, en tryggja yrði samt sem áður aðkomu almennings til umsagna og þátttöku í ákvörðunarferlinu, sem er grundvallaratriði. Það er félagasamtökum og almenningi afar mikilvægt að geta tekið þátt í lýðræðislegri stefnumótun og ákvarðanatöku og því eðlilegt að umsagnir þeirra hafi áhrif á endanlega niðurstöðu, enda séu þær byggðar á sterkum rökum. Annars verður umsagnarferlið aldrei í samræmi við það sem því er ætlað, og tryggja skal m.a. í samræmi við Árósasamninginn.

Varðandi 6.gr. frumvarpsins sérstaklega, þá hefur stjórn Landverndar áður sent frá sér umfangsmiklar rökstuddar tillögur að breytingum á þeirri röðun sem endanlega varð. Samtökin hafa m.a. talið að biðflokkur ætti að vera mun stærri á kostnað nýtingarflokks, ekki síst þegar kemur að jarðvarmasvæðum sökum óvissu um endurnýjun auðlindarinnar, vandamála við förgun eitrað affallsvatns og aukinna vísbendinga um skaðleg heilsufarsleg áhrif brennisteinsvetnis á fólk.

Reykjavík, 14. nóvember 2012

Með vinsemd og virðingu, 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar.

 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.