raflinur-storidja, landvernd.is

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Landvernd hefur skilað inn umsögn vegna matsskýrslu Landsnets um Blöndulínu 3. Finna má umsögnina í heild sinni neðst í greininni.

Erum við á réttri leið?

Ein stærsta áskorun sem mannkynið frammi fyrir í dag eru án vafa loftslagsbreytingar og þær hamfarir sem þeim fylgja. Þetta erum við flest meðvituð um og sem betur fer má víða sjá aðgerðir í þágu loftslagsins í fyrirrúmi hjá fyrirtækjum í ríkiseigu. Við þurfum að vera undirbúin orkuskiptum á ýmsan hátt, en gleymum því ekki að við erum líklega meðal þeirra þjóða sem er hvað best í stakk búin til þess að takast á við þessar breytingar. Framleiðsla rafmagns á hvern íbúa landsins er meiri en þekkist í öllum öðrum löndum, en svo er það spurning hvernig rafmagninu er ráðstafað. Nú er það svo að 80% þess er notað í stóriðjuna og því þjóna framkvæmdir á stærð við Blöndulínu 3 henni hvað best.

Raforkuöryggi íbúa er mikilvægt

Landvernd tekur undir mikilvægi þess að raforkuöryggi sé til staðar fyrir alla íbúa landsins. Blöndulínu 3 er meðal annars ætlað að veita íbúum á Norðurlandi bætt raforkuöruggi, bæta nýtingu orkuvera og draga úr flutningstöpum. Þetta eru jákvæðu hliðar þessara áforma sem full ástæða er til að fagna. Núverandi byggðarlína stendur ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til afhendingaöryggis og framboðs á raforku. Hins vegar er augljóst að hér er um að ræða fórnarkostnað náttúrunnar vegna stóriðju.

Herkostnaður stóriðjunnar

Blöndulína 3 hefur það megin hlutverk að auka flutningsgetu sem fyrst og fremst þjónar stórnotendum. Línustæðið sem Landsnet telur heppilegast fer um óbyggð víðerni, viðkvæm heiðarlönd, dali, fjöll, mela og móa og ræktarlönd í fimm sveitarfélögum landsins. Blöndulína 3 mun hafa neikvæð áhrif á upplifun og ásýnd almennings á svæðinu, þar á meðal á íbúa og ferðamenn. Samfélagslegur kostnaður vegna stóriðju fer vaxandi í hvert sinn sem reistar eru línur sem hafa það megin hlutverk að þjóna þeim stóriðjuverum sem fyrir eru í landinu. 

Deilan er afleiðing stóðiðjustefnu stjórnvalda undanfarna áratugi. Framkvæmdin vekur upp ýmsar spurningar. Meðal annars hvort að ekki hafi verið mögulegt að ná fram markmiðum um raforkuöryggi með endurnýjun og styrkingu byggðarlínunnar? Þurfum við nauðsynlega að fara með hana lengra og raska náttúruverðmætum? Mikið er í húfi. 

Hvaðan sprettur aukin raforkuþörf?

Almenningur notar einungis brot þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi. Stóriðjan notar hins vegar um 80% hennar. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri. Þetta er gömul saga og ný og lýsir hinni óendanlegu hringrás óseðjandi orkufrekrar stóriðju, á kostnað náttúrunnar.

Landsnet notast við raforkuspá orkuspárnefndar við útreikning á grunnforsendum við áætlun á flutningsþörf til framtíðar. Raforkuspá er endurnýjuð árlega, síðast árið 2021 . Það er alvarlegur ágalli að vinna við orkuspá fer fram án aðkomu annarra aðila en orkugeirans með aðstoð Hagstofunnar. Landvernd hefur í síðustu þremur umsögnum sínum bent á fjölmarga galla við raforkuspá. Þeir eru þess eðlis að spáin getur ekki þjónað sem forsenda í kerfisáætlun Landsnets, bæði vegna þess að hún gildir mun lengur en kerfisáætlun og að í henni er gert ráð fyrir mikilli orkunotkun stóriðju, meira en raunhæft getur talist þegar orkuskipti eru hafin.

Á þessum forsendum veltum við því upp hvernig það myndi hafa áhrif á sviðmyndir umhverfismatsins ef ný raflína bæri með sér minni straum, í þágu almennings en ekki stóriðju? Væri þá hugsanlega hægt að leggja stærri hluta raflínunnar í jörðu? Stjórn Landverndar telur nauðsynlegt að gerð verði grein fyrir þessu. 

Bætt orkunýting

Sýna þarf fram á nauðsyn Blöndulínu 3 með tilliti til bættrar orkunýtingar á mun skýrari hátt. Því er flaggað í kynningu á málinu að línan komi til með að bæta orkunýtingu en hvergi er bent á gögn sem styðja við þá fullyrðingu. Þá veltir Landvernd því fyrir sér hvort ekki væri hægt að ná markmiðum um bætta orkunýtingu með styrkingu þeirra lína sem á svæðinu eru fyrir.

Er Blöndulína 3 þess virði?

Lanvernd ítrekar spurningu sína um nauðsyn aðgerðarinnar. Ljóst er að hún mun annað hvort hafa neikvæð áhrif á Kiðaskarð eða Héraðsvötnin. Svæðin eru bæði verðmæt og því verður að velta þeirri spurningu upp hvort að fórnarkostnaðurinn sé þess virði og þá fyrir hvern? Ef aðgerðin er nauðsynleg, verður að skoða fleiri valmöguleika en þessa tvo.

Fólkvangurinn í Hrauni

Ljóst er að yfir 30 möstur munu sjást úr gönguleiðum við fólkvanginn í Hrauni ef af verður. Þetta skýtur skökku við, því friðlýsingu á svæðinu er ætlað að vernda svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Jarðmyndanir á svæðinu eru fjölbreyttar og geyma mikilvægar minjar að mati Umhverfisstofnunar. Á Hrauni er friðlýst svæði að hluta og náttúruverndarsvæði á náttúruminjaskrá að hluta. Umhverfismat á landslagsheildinni í Hrauni þarf að gera upp á nýtt eins og fram kemur í umsögn landeigenda.

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN um að lína um Öxnadal komi til með að hafa neikvæð áhrif á Fólkvanginn sem þar er. Hér virðist jarðstrengur vera upplagður valkostur til að draga úr sjónrænum áhrifum. Gera verður þá kröfu til Landsnets að möguleikar á lagningu jarðstrengs verði raunverulega grandskoðaðir vegna þeirra umhverfisbóta sem felast í lagningu hans. Þó fjallað sé um jarðstrengi í umhverfismatinu, telur stjórn Landverndar að málið hafi ekki verið skoðað til hlýtar.
Hörgársveit hefur hafnað þeim málflutningi Landsnets að ekki sé nægileg ástæða til þess að skoða jarðstrengi á stuttum köflum við Staðarbakka og Hraun. Landvernd tekur undir með Hörgársveit og telur fulla ástæðu til þess að rannsaka málið betur . Áhrif loftlínu á svæðinu eru án vafa verulega neikvæð.

Engar háspennulínur um hálendið

Við viljum brýna það hér sem áður að Landvernd er alfarið á móti hugmyndum um allar háspennulínulagnir á Hálendi Íslands, þ.m.t. jarðstrengi. Með styrkingu byggðarlínu ætti ekki að vera nokkur þörf á hálendislínum. Aukin flutningsgeta á hálendinu verður til þess að auka þrýsting á frekari virkjanir þar. Von okkar er sú að þjóðarsátt skapist um hálendisþjóðgarð, því þegar allt kemur til alls er hálendið mun dýrmætara án teljandi mannvirkja.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.