Skólar á grænni grein standa fyrir fundunum Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga í febrúar og mars 2021.
Á fundinum kynnum við nýtt námsefni, ræðum um menntun til sjálfbærni og miðlum góðum og praktískum verkefnum frá skólum sem eru á grænni grein.
Öll velkomin
Fundirnir eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum. Við beinum sjónum að því hvernig skólar vinna að menntun til sjálfbærni.
Fundurnir eru að þessu sinni opnir öllum, einnig þeim sem eru ekki skráðir á græna grein. Skólar geta sent eins marga fulltrúa á fundina og þeir vilja.
Fjarfundur
Fundurinn fer fram á Zoom. Athugið að sumir skólar geta aðeins tengst við Zoom í gegnum vafra. Hér eru leiðbeiningar um hvernig má tengjast ZOOM í gegnum vafra. Skólar sem hafa ekki leyfi til að hlaða niður forritinu (m.a. skólar í Reykjavík) geta tengst fundinum í gegnum vafra.
Skráðir þátttakendur fá sendan tengil á netfundarstað fyrir fundinn.
Dagskrá 1. mars 2021
13:00 – 13:30 Opnun, stutt skilaboð frá Skólum á grænni grein.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar fundinn.
13:30 – 14:00 Nýjungar hjá Skólum á grænni grein.
Þátttakendur velja eina af þremur vinnustofum:
- Náttúra til framtíðar – Nýtt námsefni um vistheimt
- Ungt umhverfisfréttafólk – Verkefni um miðlun upplýsinga um umhverfismál
- Skólar á grænni grein – leiðandi í menntun til sjálfbærni
14:00-14:45 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins. Tvær kynningar fara fram samtímis og velja gestir kynningu á fundinum sjálfum.
14:00 – 14:20 VAL UM:
a. Ganga til Tene – Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi
b. Umhverfismál á dönsku – Menntaskólinn á Tröllaskaga
14:25 – 14:45 VAL UM:
a. Fataneysla – fatasóun – endurnýting – Verkmenntaskóli Austurlands
b. Vistheimt í Merkurhrauni – Fjölbrautaskóli Suðurlands
14:45-15:00 Kaffihlé
15:00-15:20 Hvers vegna umhverfisráð? Hvernig má virkja nemendur til þátttöku í umhverfismálum? – Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
15:20-15:45 Græn skref og Skólar á grænni grein – Hvernig má samþætta þessi verkefni? – Umhverfisstofnun, Landvernd og Menntaskólinn á Tröllaskaga.
15:45 Afmælisár Skóla á grænni grein 2021-2022. Skólar á grænni grein á Íslandi fagna 20 ára afmæli: Hvernig fögnum við saman? Hugstormun.