Gæðaskólar – Fundur fyrir grunnskólastig 1. febrúar 2021

Gæðaskólar á grænni grein eru leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi
Gæðaskólar á grænni grein - Grunnskólar verður haldinn þann 1. febrúar nk. Hér má finna dagskrá og upplýsingar um fundinn.

Skólar á grænni grein standa fyrir fundunum Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga í febrúar og mars 2021. 

Á fundinum kynnum við nýtt námsefni, ræðum um menntun til sjálfbærni og miðlum góðum og praktískum verkefnum frá skólum sem eru á grænni grein.

Öll velkomin

Fundirnir eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum. Við beinum sjónum að því hvernig skólar vinna að menntun til sjálfbærni. 
Fundurnir eru að þessu sinni opnir öllum, einnig þeim sem eru ekki skráðir á græna grein.  Skólar geta sent eins marga fulltrúa á fundina og þeir vilja. 

Fjarfundur

 

Fundurinn fer fram á Zoom. Athugið að sumir skólar geta aðeins tengst við Zoom í gegnum vafra. Hér eru leiðbeiningar um hvernig má tengjast ZOOM í gegnum vafra. Skólar sem hafa ekki leyfi til að hlaða niður forritinu (m.a. skólar í Reykjavík) geta tengst fundinum í gegnum vafra.  

Skráðir þátttakendur fá sendan tengil á netfundarstað fyrir fundinn. Skráningu er lokið á þennan viðburð. 

Dagskrá 1. febrúar 2021

13:00 – 13:30 Opnun, stutt skilaboð frá Skólum á grænni grein.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar fundinn. 

13:30 – 14:00 Nýjungar hjá Skólum á grænni grein. 
Þátttakendur velja eina af þremur vinnustofum:

  1. Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld: Nýtt námsefni fyrir yngsta stig þar sem lífbreytileiki er rauður þráður. Sigurlaug Arnardóttir kynnir. 
  2. Ungt umhverfisfréttafólk – gefum unga fólkinu rödd: Verkefni fyrir unglingastig um miðlun upplýsinga um umhverfismál. Katrín Magnúsdóttir kynnir. 
  3. Skólar á grænni grein – leiðandi í menntun til sjálfbærni: Um Skóla á grænni grein og tengsl verkefnisins við menntun til sjálfbærni. Margrét Hugadóttir kynnir. 

14:00-14:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.

Átthagafræði – Grunnskóli Snæfellsbæjar.

Grænfánateymi skólans kynnir námskrá skólans í átthagafræðum, tilurð hennar og þróun. Átthagafræði er er fræðsla um grenndarsamfélagið þar sem lykilþættir eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins. Námsgreinin snýst ekki síður um að nemendur kynnist samfélagi nútímans og þeim möguleikum sem þar búa til framtíðar. Í átthagafræði er áhersla lögð á vettvangsferðir, kynningar, viðtöl, miðlun, tjáningu og sköpun.

Endurnýting á buffum – Grunnskóli Reyðarfjarðar.

Grænfánateymið segir frá nýstárlegri notkun á buffum og framtíðarhugmyndum um endurnýtingarverkefni. 

 

14:40-15:00 Kaffihlé

 
15:00-15:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.   
 

Tréið mitt – Stórutjarnaskóli. Birna Davíðsdóttir.

Nemendur velja tré þegar þeir byrja í útiskóla 4-5 ára, tréið tilheyrir viðkomandi nemanda þangað til hann lýkur útiskóla. Tréið er á útskólasvæði skólans og er tréið merkt með mynd af nemandanum. Nemandi hugsar um tréið sitt og fylgist með árstíðarbreytingum og vexti trésins. Einnig vinnur nemandi ýmis verkefni sem tengjast tréinu og nágrenni þess.

 

Skítatilraunin, uppgræðsla – Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóli.

Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen kynnir vistheimtarverkefni í nærumhverfi skóla. Nemendur eru að græða upp vegkant á skólalóðinni. Verkefnið er rannsókn á því hvaða húsdýraáburður hefur besta verkan í uppgræðslu með þeim gróðurtegundum sem hafa náð að vaxu upp úr mölinni í vegkantinum. Fleiri verkefni líta svo dagsins ljós eftir því hvernig gróðrinum vindur fram og þannig vindur tilraunin upp á sig.

15:40-16:00 20 ára afmælisár Skóla á grænni grein: Hvernig fögnum við saman? Hugstormun.

16:00 Fundarslit
 
 

Nánar um landshlutafundi

Fundir Skóla á grænni grein eru hluti af starfsþróun kennara í þátttökuskólum verkefnisins. Landshlutafundir eru haldnir annað hvert ár á móti ráðstefnu og eru að jafnaði tíu talsins á tíu mismunandi stöðum á landinu. Á fundina mæta fulltrúar frá skólum af sama svæði á landinu. Þetta er liður í því að tengja saman skóla á sama svæði og hvetja til samvinnu og samtals á milli skóla. Þó fundirnir séu sérstaklega miðaðir að skólum í verkefninu eru þeir einnig opnir fulltrúum annarra skóla.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd