Gæðaskólar – Fundur fyrir leikskólastig 8. febrúar 2021

Gæðaskólar á grænni grein eru leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi
Gæðaskólar á grænni grein - Leikskólar verður haldinn þann 8. febrúar nk. Hér má finna dagskrá og upplýsingar um fundinn.

Skólar á grænni grein standa fyrir fundunum Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga í febrúar og mars 2021. 

Á fundinum kynnum við nýtt námsefni, ræðum um menntun til sjálfbærni og miðlum góðum og praktískum verkefnum frá skólum sem eru á grænni grein.

Öll velkomin

Fundirnir eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum. Við beinum sjónum að því hvernig skólar vinna að menntun til sjálfbærni. 
Fundurnir eru að þessu sinni opnir öllum, einnig þeim sem eru ekki skráðir á græna grein.  Skólar geta sent eins marga fulltrúa á fundina og þeir vilja. 

Fjarfundur

Fundurinn fer fram á Zoom. Athugið að sumir skólar geta aðeins tengst við Zoom í gegnum vafra. Hér eru leiðbeiningar um hvernig má tengjast ZOOM í gegnum vafra. Skólar sem hafa ekki leyfi til að hlaða niður forritinu (m.a. skólar í Reykjavík) geta tengst fundinum í gegnum vafra.  

Skráðir þátttakendur fá sendan tengil á netfundarstað fyrir fundinn. 

Dagskrá 8. febrúar 2021

13:00 – 13:30 Opnun, stutt skilaboð frá Skólum á grænni grein.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar fundinn. 

13:30 – 14:00 Nýjungar hjá Skólum á grænni grein. 
Þátttakendur velja eina af tveimur vinnustofum:

  1. Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld: Nýtt námsefni fyrir leikskóla þar sem lífbreytileiki er rauður þráður. Sigurlaug Arnardóttir kynnir. 
  2. Skólar á grænni grein – leiðandi í menntun til sjálfbærni: Um Skóla á grænni grein og tengsl verkefnisins við menntun til sjálfbærni. Margrét Hugadóttir kynnir. 

14:00-14:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.

Útikennsla – Norðurberg
Lóa Björk Hallsdóttir og Berglind Mjöll Jónsdóttir
Sagt verður frá flottum leiðum sem kennarar í Leikskólanum Norðurbergi nýta í útikennslu og umhverfisstarfi með 4-6 ára börnum.

Umhverfismennt með ungbörnum – Ungbarnaleikskólinn Ársól
Inga Dóra Magnúsdóttir
Umhverfismennt með ungbörnum er áskorun en mikilvægt verkefni. Ársól hefur unnið með þemun lífbreytileika, vatn, orku, neyslu og úrgang og lýðheilsu og fundið ótal verkefni og leiðir til þess að vinna með þemun. Það hefur gengið vonum framar. Á síðasta tímabili var unnið með birtingarmyndir vatns með ýmsum hætti. Einnig var lögð áhersla á að læra um hrafninn og aðra fugla.

14:40-15:00 Kaffihlé

 

15:00-15:20 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.

Ella umhverfisdúkka og grænfáninn – Fífuborg
Kolbrún G. Haraldsdóttir

Ella endurvinnsludúkka er fulltrúi Grænfánaverkefnisins í Fífuborg. Hugmyndin að nýta dúkku í skólastarfi með ungum börnum kom frá foreldri sem hafði góða reynslu af því. Brúðan er gömul dúkka sem fannst uppí skáp. Í takt við lýðræðisáherslu Grænfánaskóla var nafnið á Ellu valið lýðræðislega þar sem allir nemendur skólans fengu að kjósa um nafnið. Ella kemur mánaðalega inná hverja deild og fræðir um umhverfismál. Börnin tengja vel við Ellu, hún minni okkur á að haga hlutunum þannig að það sé best fyrir umhverfið.

 

15:20-15:45 20 ára afmælisár Skóla á grænni grein: Hvernig fögnum við saman? Hugstormun.

15:45 Fundarslit
 
   

Nánar um landshlutafundi

Fundir Skóla á grænni grein eru hluti af starfsþróun kennara í þátttökuskólum verkefnisins. Landshlutafundir eru haldnir annað hvert ár á móti ráðstefnu og eru að jafnaði tíu talsins á tíu mismunandi stöðum á landinu. Á fundina mæta fulltrúar frá skólum af sama svæði á landinu. Þetta er liður í því að tengja saman skóla á sama svæði og hvetja til samvinnu og samtals á milli skóla. Þó fundirnir séu sérstaklega miðaðir að skólum í verkefninu eru þeir einnig opnir fulltrúum annarra skóla.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd