Gefum engan afslátt af umhverfismati, landvernd.is

Gefum engan afslátt af umhverfismati

Landvernd spyr ferðaþjónustuaðila á Kili hvort þeir vilji afslátt af umhverfismati og stefnuleysi í uppbyggingu innviða og ferðaþjónustu á hálendinu.

Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag, furða samtökin sig á afstöðu Fjallamanna, Fannborgar í Kerlingarfjöllum og Hveravallarfélagsins til umhverfismats vegagerðar á Kili. Hafa þessir aðilar gagnrýnt Landvernd fyrir að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umrædd vegagerð hafi ekki verið umhverfismetin. Ferðaþjónustufyrirtækin byggja afkomu sína og ímynd á einstakri náttúru hálendisins og ættu því að styðja það grundvallaratriði að fram fari mat á umhverfisáhrifum svo stórrar framkvæmdar. Að leggjast gegn því lýsir gamaldags viðhorfi til umhverfismála og minnir á neikvæð viðhorf til umhverfismats eins og þekktist fyrir 20-30 árum. Spyrja verður þeirrar spurningar hvort ferðaþjónustuaðilar á Kili vilji stefnuleysi í uppbyggingu innviða og ferðaþjónustu á hálendinu og afslátt af umhverfismati.

Umhverfismat er ekki bara sjálfsagt þegar um er að ræða tugi kílómetra af uppbyggðum vegi á hálendi Íslands, heldur nauðsynlegt samkvæmt lögum. Það er ekki Vegagerðarinnar einnar að ákveða hvar og hvernig vegur liggur yfir Kjöl, heldur þarf almenningur að koma að þeirri ákvörðun. Mikilvægur þáttur umhverfismats er einmitt aðkoma almennings að ákvörðunum.  

Aðdróttanir ferðaþjónustuaðilanna um að Landvernd stuðli að utanvegaakstri eru fráleitar. Landvernd hefur aldrei haldið því fram að ekki megi lagfæra eða halda hálendisvegum við, en telur nauðsynlegt að Vegagerðin eins og aðrir fari að lögum, svo meta megi áhrif vegagerðarinnar á landslag, náttúrufarslega þætti og upplifun útivistarfólks og annarra ferðamanna á hálendi Íslands. Þá bendir Landvernd á að fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu, þ.m.t. stefnu um miðhálendið. Afar mikilvægt er að horfa á allar framkvæmdir á miðhálendinu með langtímasjónarmið og skýra stefnu að leiðarljósi. Annars er hætt við að Íslendingar vakni einn góðan veðurdag við það að óbyggðir landsins séu horfnar.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.