Umsögn send Umhverfisstofnun þann 21. apríl 2020
Umsögn Landverndar um tillögu að friðlýsingu Geysis í Bláskógabyggð
Stjórn Landverndar fagnar innilega tillögu að friðlýsingu Geysis í Bláskógabyggð sem náttúruvættis í samræmi við ákvæði 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Landvernd styður tillöguna heilshugar.
Það er löngu tímabært að friðlýsa Geysi og raunar merkilegt að það skuli ekki hafa verið gert fyrir áratugum síðan. Nú verður tryggt að komandi kynslóðir geti notið stórbrotinnar fegurðar og krafts Geysis um ókomna tíð.
Eins og fram kemur í auglýsingu um friðlýsinguna er um einstakt svæði að ræða sem á sannarlega skilið þá vernd, stýringu og sjálfbæru nýtingu sem af friðlýsingu hlýst. Með verndun, vönduðum innviðum og góðri umgengni getur Geysissvæðið haldið áfram að skapa Íslendingum tækifæri í ferðaþjónustu. En fyrst og fremst á að vernda það vegna „sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða“ eins og segir í auglýsingu.
Friðlýsing og verndun á Geysi er fagnaðarefni og mikilvægt gæfuspor fyrir þjóðina og og raunar mun fleiri. Nafnið „Geysir“ er komið inn í aðrar tungur sem sýnir vel hug erlendra þjóða til Geysis.
Að lokum vill stjórn Landverndar benda á greinagóða og ítarlega umsögn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands um friðlýsinguna. Landvernd tekur undir það sem þar kemur fram, sérstaklega varðandi fjölda fulltrúa í samstarfsnefnd og um aðgát vegna ágengra tegunda.
Landvernd þakkar góða vinnu friðlýsingarteymis Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjór