Graenbok_liffraedilegur_fjolbreytileiki

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Stjórn Landverndar telur Grænbók um líffræðilega fjölbreytni vel unna og gott plagg til fræðslu og frekari umræðu um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. 

Þó þarf að fjalla sérstaklega um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa.

Í Grænbókinni verða ennfremur að koma fram aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu, t.d. beit á illa förnu landi, sem og margvíslegar framkvæmdir inni á lítt röskuðum vistkerfum.

Stjórn Landverndar tekur ekki undir þá fullyrðingu að almennt megi ná fullnægjandi vernd án friðana.

Friðlýsingar eru einmitt öflugasta leiðin til verndar líffræðilegri fjölbreytni, þó verndun tegunda og búsvæða utan friðlýstra svæða og sérstakir samningar við landeigendur séu einnig gagnleg viðbót við formlega friðlýst svæði. 

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.