Grænfánaúttektir í september og október

Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is
Grænfánaúttektir fara fram í skólum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og Suðvesturland (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri).

Næsta úttektalota fer fram í september og október.

Að þessu sinni er tekið við umsóknum frá skólum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og Suðvesturland (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri).

Skólar sem hafa lokið við að stíga skrefin sjö sækja um grænfánaúttekt. Umsóknarfrestur fyrir tímabilið er 1. september. Sæktu um hér.

Lesa má meira um úttektir og hvað fer fram í þeim hér að neðan. 

Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Grænfánaúttekt og úttektalotur Skóla á grænni grein

Þegar umsókn hefur verið skilað kemur starfsmaður Skóla á grænni í grænfánaúttekt. Í úttekt skoðum við skólann og veitum ráðgjöf.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd