Næsta úttektalota fer fram í september og október.
Að þessu sinni er tekið við umsóknum frá skólum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og Suðvesturland (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri).
Skólar sem hafa lokið við að stíga skrefin sjö sækja um grænfánaúttekt. Umsóknarfrestur fyrir tímabilið er 1. september. Sæktu um hér.
Lesa má meira um úttektir og hvað fer fram í þeim hér að neðan.
Grænfánaúttekt og úttektalotur Skóla á grænni grein
Þegar umsókn hefur verið skilað kemur starfsmaður Skóla á grænni í grænfánaúttekt. Í úttekt skoðum við skólann og veitum ráðgjöf.