Afmæliskeppni grænfánans – sendu okkur myndband!

Hvað er þinn skóli að gera í umhverfismálum? Láttu okkur vita með því að senda inn myndband í afmæliskeppni grænfánans!

Vilt þú taka þátt í afmæliskeppni grænfánans? 

Af tilefni 20 ára afmælis grænfánans bjóðum við grænfánaskólum á öllum skólastigum að taka þátt í myndbandssamkeppni. 

Í myndbandinu eiga nemendur að segja frá því hvað skólinn þeirra er að gera í umhverfismálum. Myndbandið á ekki að vera lengra en tvær mínútur.

Nemendur geta til dæmis valið að segja frá: 

  • hvernig það er að vera grænfánaskóli
  • umhverfisviðburði eða hátíð innan skólans
  • skemmtilegu verkefni um sjálfbærni í skólanum
  • umhverfissáttmála skólans
  • hvað umhverfisnefndin er að gera
  • hvaða árangri skólinn hefur náð í umhverfismálum og menntun til sjálfbærni

Listinn hér að ofan er einungis til viðmiðunar. Nemendur hafa frjálsar hendur varðandi innihaldsefni myndbandsins, svo lengi sem það tengist umhverfismálum eða menntun til sjálfbærni.

Tímalína og verðlaun

Við viljum heyra hvað þinn skóli er að gera í umhverfismálunum og hvetjum alla grænfánaskóla til þess að taka þátt í keppninni.

Samkeppnin er opin öllum skólum sem taka þátt í grænfánanum. Miðað er við að eitt myndband berist frá hverjum skóla.

Síðasti dagurinn til þess að skila myndbandi í keppnina er 4. apríl 2022. Sigurvegarinn verður tilkynntur á afmælishátíð grænfánans þann 25. apríl og verða vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem hreppir fyrsta sætið. 

Hluti af myndböndunum verða sýnd á vettvangi grænfánans. Með því að skólar taki þátt gefst gott tækifæri til þess að skólar skiptist á góðum hugmyndum.

Viltu skila myndbandi í keppnina?

Það er auðvelt að skila myndbandi í keppnina og þú getur gert það strax í dag.

Skólar geta skilað framlagi sínu í gegnum rafrænt skilabox. Smelltu á hnappinn hér að neðan og skilaðu inn þínu framlagi!

Hvað: Myndbandakeppni fyrir grænfánaskóla
Hverjir: Nemendur gera myndband
Hvernig: Skólar skila einu myndbandi sem er max 2 mínútur að lengd
Hvenær: Lokaskilafrestur í keppnina er 4. apríl 2022. Úrslit tilkynnt 25. apríl

Spurningar?

Ertu með spurningu um keppnina?

Kynntu þér 20 ára afmæli grænfánans

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd