Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli

Lukkudýr grænfánans heldur á afmælisköku með 20 kertum og við hlið hennar stendur talan 20. Grænfáninn 20 ára á Íslandi
Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli á Íslandi skólaárið 2021-2022. Á afmælisárinu fögnum við nemendum og starfsfólki skólanna og sendum frá okkur afmælispakka, tileinkaðan ákveðnu þema í hverjum mánuði.

Skólar á grænni grein fagna 20 ára afmæli grænfánans á Íslandi skólaárið 2021-2022. Við fögnum þessum tímamótum með fjölbreyttri afmælisdagskrá í hverjum mánuði. 

Afmælisdagskrá skólaárið 2021-2022

Af hverju að fagna einu sinni þegar þú getur fagnað oft?

Á afmælisári Skóla á grænni grein fær hver mánuður sitt þema og fá þátttökuskólar senda litla afmælisfræðslupakka í hverjum mánuði. 

Við hvetjum skóla til að opna pakkann og nýta það efni sem þeim hentar og þegar þeim hentar.  

 
Dagatal afmælisárs grænfánans.
Í hverjum mánuði sendir starfsfólk Skóla á grænni grein þátttökuskólum afmælispakka sem tengist ákveðnu þema.

Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt menntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi frá árinu 2001. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir innleiðingu menntunar til sjálfbærni í skólastarfið og má finna skóla á grænni grein í 70 löndum í heiminum.

Verkefnið er stærsta sjálfbærni og umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Árið 2001 skráðu fyrstu skólarnir skráð sig í verkefnið en það voru Andakílsskóli á HvanneyriFossvogsskóli og Selaásskóli. Stuttu síðar hófu leikskólar þátttöku og tók leikskólinn Norðurberg í Hafnarfirði af skarið. Í dag eru 200 skólar af öllum skólastigum víðsvegar um landið þátttakendur í verkefninu.

Afmælisráðstefna 4. febrúar 2022

Við bjóðum fulltrúa allra skóla á grænni grein velkomna á afmælisráðstefnu grænfánans. Ráðstefnan fer fram í Reykjavík þann 4. febrúar 2022. 
 

Sameiginlegur hátíðardagur 25. apríl 2022

Takið frá daginn 25. apríl 2022! Við höldum upp á afmæli grænfánans. Við hvetjum skóla til að taka frá tíma á þessum degi og tileinka hann hátíðardagskrá grænfánans á sjálfum Degi umhverfisins.

#grænfáninn20ára

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd