Fjarlog_landvernd_vefur

Hækkun fiskeldisgjalda er nauðsynleg

Landvernd kynnti sér fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2024 og sendi umsögn um atriði er betur mega fara.

Hækkun fiskeldisgjalds

Landvernd styður heilshugar hækkun á fiskeldisgjaldi skv. 30. gr. frumvarpsins en telur hækkunina vera lágmarkshækkun þó samtökin hafi skilning á því að erfitt gæti reynst að hækka gjaldið mikið í einu skrefi.

Orkusjóður  og Loftslagssjóður

Í samanburði við Orkusjóð er Loftslagssjóður mun faglegri og gagnsærri. Þar eru birtar stuttar lýsingar á þeim verkefnum sem fá styrki, fagráð metur umsóknir og leiðbeiningar til þess eru opinberar á netinu. Upphæðir sem þessir sjóðir hafa yfir að ráða eru hins vegar alls ekki sambærilegar, tæpur milljarður hjá Orkusjóði (og 8,6 milljarðar eftir hækkun) en einungis um 100 milljónir hjá Loftslagssjóði.

Markmið Orkusjóðs eru óskýr, gagnsæi lítið og fagleg umgjörð veik. Engin skilyrði eru sett um fagþekkingu hjá stjórn sjóðsins og hvorki háskólasamfélagið né umhverfisverndarsamtök fá að tilnefna fulltrúa í hana. Auk þess eru engar kröfur á þau fyrirtæki sem njóta styrkjanna um sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð eða samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirhuguð aukning styrkja úr ríkissjóði til einkaaðila frá árinu 2020 (bara í gegnum styrki til nýsköpunarfyrirtækja og Orkusjóð) er 18 milljarðar, fara úr 5,6 milljörðum í 23,6 milljarða til ársins 2024.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er hvött til að láta skoða styrki úr ríkissjóði til einkafyrirtækja með það í huga að gerðar verði skýrar kröfur um kolefnisbókhald fyrirtækja sem njóta hárra styrkja, að verkefnin sem fái styrki stuðli að sjálfbærni og séu í takt við heimsmarkmið Sþ.

Ennfremur hvetur Landvernd til eftirlits og eftirfylgni með því að fyrirtækin stundi raunverulega nýsköpun eða geti sýnt fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að styrkhæf starfsemi þeirra stuðli að sjálfbærni.

Stjórn Landverndar bendir á að í gegnum úthlutanir á opinberu fé til einkaaðila verður ríkið að grípa tækifærið og gera skýrar kröfur um sjálfbærni og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.