Rjúkandi er einn af þeim fossum sem eru í hættu, hættum að framleiða rafmagn fyrir stóriðju, landvernd.is

Hagfræðideild HÍ reiknar væntar tekjur Hvalárvirkjunar

Landvernd vinnur að gerð athugasemda um auglýsta tillögu að breyttu aðalskipulagi í Árneshreppi á Ströndum, sem leyfa myndu 25 km af virkjunarvegum á óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar.

Landvernd vinnur að gerð athugasemda um auglýsta tillögu að breyttu aðalskipulagi í Árneshreppi á Ströndum, sem leyfa myndu 25 km af virkjunarvegum á óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar. Hvalárvirkjun myndi hafa mikil og óafturkræft rask í för með sér og eyðileggja víðerni Vestfjarðakjálkans. Oddviti Árneshrepps hefur látið hafa eftir sér að stöðvarhús Hvalárvirkjunar myndu skila sveitarfélaginu um 15 milljónum króna árlega í nettótekjur. Til að setja það í fjárhagslegt samhengi, hefur Hagfræðideild Háskóla Íslands reiknað út væntar tekjur vinnslufyrirtækis annars vegar og hins vegar arðgreiðslur landeigenda Ófeigsfjarðar, sjá meðfylgjandi minnisblað frá 3. október 2017 ásamt samningum VesturVerks og landeigenda frá 2008 og samningum eiganda Engjaness í Eyvindarfirði 2009.

Í minnisblaði Hagfræðideildar HÍ kemur fram að brúttóárstekjur VesturVerks ehf. yrðu um einn og hálfur milljarður fyrsta árið en allt að tveir milljarðar eftir 15 ár. Hér er miðað við upplýsingar um heildsöluverð (4,6 kr/kWst) frá Landsvirkjun fyrir árið 2016. Á sömu forsendum hafa leigugreiðslur til eigenda Ófeigsfjarðar verið áætlaðar stighækkandi frá tæpum 30 milljónum á ári í um 160 milljónir árlega eftir 20 ár.

Útreikningar hafa að auki verið gerðir miðað við að Vesturverk myndi selja á verði eins og nú kemur að meðaltali út úr stóriðjusamningum Landsvirkjunar (2,4 kr/kWst). Að mati Landverndar verður að teljast óraunhæft að orkan verði seld á svo lágu verði.

Skoða gögn um Hvalárvirkjun

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top