Hefur þú skipulagt strandhreinsun í ár?
Fjölmargir hafa skipulagt eigin strandhreinsanir í ár og viljum við hjá Landvernd halda því góða starfi á lofti. Með því að senda okkur upplýsingar um strandhreinsunina þína, verður hún sýnileg á Íslandskorti átaksins Hreinsum Ísland og í senn hvatning til annarra að taka til hendinni. ósk okkar er sú að sýna hversu margir hafa lagt hönd sína á plóg við að hreinsa strendur landsins og hafa um leið unnið gegn plastmengun í hafi.
Sendið okkur línu á hreinsumisland@landvernd.is og við skellum ykkur inn.
Upplýsingar sem skal senda:
- Hreinsunarstaður
- Hreinsunardagur
- Fjöldi þátttakenda (ef upplýsingar liggja fyrir um það)
- Magn þess rusls sem safnaðist (ef upplýsingar liggja fyrir um það)
- Fannst eitthvað skrítið eða skemmtilegt í hreinsuninni?
- 2-3 ljósmyndir frá hreinsuninni.
„