Hreinsum Ísland 2018

Landvernd og Blái herinn hafa staðið fyrir tveimur stórum hreinsunarátökum á árinu 2018, Norræna strandhreinsideginum þann 5.maí og alheimshreinsun 15.september. Þátttaka var með eindæmum góð og margir sem lögðu hönd á plóg. Árangurinn má sjá á Íslandskortinu hér neðar á síðunni. Ekki verða skipulagðar fleiri hreinsanir á árinu en við hvetjum fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og gera sitt til þess að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða. Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að TAKA ÞÁTT og skipuleggja eigin hreinsun en skráðar hreinsanir verða settar á Íslandskortið hér neðar á síðunni.

Við hvetjum ykkur einnig til að taka PLASTÁSKORUN LANDVERNDAR og leggja ykkar af mörkum til að draga úr plastmengun

Takk fyrir samstarfið í ár og við hlökkum til að hreinsa með ykkur á næsta ári!

 
 
 

Project Image

Allar hreinsanir 2018

Hreinsum Ísland

Tökum höndum saman og hreinsum strendur Íslands