Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Í skýrslunni er ekkert fjallað um svifryksmyndun vegna slits á vegum, ekkert fjallað um útivist, ekki fjallað um ólík viðmið við útreikninga kolefnisspors. Og síðast en ekki síst er lítið fjallað um áhrif á landslag, ásýnd og jarðmyndanir.

 Umhverfisáhrif – landslag og ásýnd

Ef af efnistökunni yrði myndu áhrifin á landslag og ásýnd svæðisins verða gríðarleg. Um leið yrðu mikil neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu. Mikil og mjög sýnileg atvinnustarfsemi á svæði þar sem áður var engin starfsemi hefði augljóslega gríðarleg áhrif.

Starfsemin á Mýrdalssandi yrði sýnileg frá mörgum gönguleiðum þar sem upplifunin af landinu yrði mun neikvæðari. Námuvinnslan sæist vel m.a. frá göngu á Hafursey, Hjörleifshöfða og gönguleiðum frá Þakgili, ásamt göngu á Mælifell og Afréttarleið. Þær síðastnefndu eru afar  áhrifaríkar, þar sem gengið er um óbyggðir og náttúrufegurð og víðsýni er með eindæmum mikið.    

Námuvinnslan hefði mjög neikvæð áhrif á landslag og ásýnd svæðisins næstu 100 árin að minnsta kosti. Þá hefði stöðug umferð flutningabíla allan sólarhringinn neikvæð áhrif á landslag og ásýnd um allt Suðurland.

Gögnum um framkvæmdina er verulega áfátt

Gögn sem lögð eru til grundvallar matsskýrslunni eru eingöngu skýrsla verkfræðistofu og ljósmyndir, en frekari gagna þarf að afla fyrir svo stórtækt inngrip í íslenska náttúru.

Meta þarf áhrif starfseminnar á Mýrdalssandi en ekki bara efnistökuna sjálfa. Matsskýrslan bendir til að framkvæmdaaðili og Efla geri sér ekki grein fyrir þessu, m.a. þar sem rætt er um rykmengun af akstri vörubíla en ekki umferðina sjálfa. Starfsmannaaðstaða, færibönd, ýmsar vélar, vörubílar og skurðgröfur að störfum allan sólahringinn munu sjást vel frá þeim vinsælu gönguleiðum sem áður voru nefndar.

Stjórn Landverndar hafnar því að áhrif á landslag og ásýnd verði óveruleg, heldur verða þau verulega neikvæð.

Umsögn Landverndar má finna í heild sinni hér undir.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.