Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans, hvort sem horft er til lífríkis, efnahags eða samfélaga manna. Hlýnað hefur á jörðinni um 0,85°C að meðaltali á síðustu 130 árum og gera spár vísindamanna ráð fyrir frekari hækkun hitastigs á komandi áratugum.
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans
Ef þjóðir heims takast ekki strax á við vandann af festu mun hlýnunin valda miklum breytingum á heiminum eins og við þekkjum hann í dag.
Jöklar munu bráðna, sjávaryfirborð hækka, sjórinn súrna, styrkur fellibylja aukast, tegundir lífvera hrekjast af búsvæðum sínum, mörg þurr svæði í heiminum munu þorna enn frekar og svona mætti lengi telja.
Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif þessa verða gífurleg og pólitískur stöðugleiki minnkar og stríðsátök aukast.
En hvað er hamfarahlýnun?
Ástæða hlýnunarinnar er fyrst og fremst aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Aukningin er af mannavöldum og stafar einkum af bruna á kolum og olíu, minni bindingu koltvíoxíðs vegna gróðureyðingar og losunar metans í landbúnaði.
Hvað gerðist?
Á síðari hluta 18. aldar hófu menn að nota stórar vélar og stundaverksmiðjurekstur. Til að knýja áfram vélarnar og flutningaskipinsem flutti vörurnar þurfti að brenna , sem erukol, olía og gas. Þegar þetta eldsneyti brennur myndast meðal annars koltvíoxíð. Frá þessum tíma hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu aukist og valdið hlýnun jarðar.
Magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist og þar sem gróðurhúsaáhrifin halda hita á jörðinni, líkt og plánetan okkar væri í lopapeysu má segja að lopapeysan sé að verða of þykk og haldi of miklum hita á jörðinni fyrir okkur og margar aðrar lífverur.
Nú ferðast tugir þúsunda skipa, flugvélaog milljarður bíla um jörðina okkar á degi hverjum. Verksmiðjur framleiða hluti sem eru keyptir af okkur og síðan hent eftir notkun. Flest þessara farartækja og verksmiðja brenna olíu, bensíni eða kolum. Allt er þetta jarðefnaeldsneyti og við bruna þessara efna eykst mengun í loftinu. Mikilvægt er að draga úr losun lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun.
Að trúa ekki á súrnun sjávar er eins og að trúa ekki á sódastream
Andri Snær Magnason
Ein af alvarlegri afleiðingum aukins styrks koltvíoxíðs í andrúmslofti er súrnun sjávar.
Hafið tekur upp hluta þess koltvíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið. Breytir það efnasamsetningu sjávar og gerir það súrara. Þegar koltvíoxíð binst í vatn (eins og loftbólur í gosflösku) verður til kolsýra. Margar lífverur þola ekki sýruna og kalkmyndandi lífverur hætta að geta mynda skel. Súrnun sjávar er því sérstaklega hættuleg lífverum sem hafa stoðgrind úr kalki, svo sem kóraldýrum, samlokum og fjölda lindýra. Ef súrnun sjávar heldur áfram að aukast raskast vistkerfi hafsins og tegundum mun fækka.
Hamfarahlýnun er breyting á loftslagi af mannavöldum og er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið og lífríkið á jörðinni standa frammi fyrir.