Landvernd styður frumvarp um algert bann við hvalveiðum. Hvalveiðar eru tilgangslausar sem fæðuöflun, þær ganga gegn dýravernd og þær raska náttúrulegri hringrás kolefnis og því skaðlegar fyrir loftslagið á fjölbreytilegan hátt.
Hvalir eru einir öflugustu náttúrulegu kolefnisfangarar sem fyrir finnast í náttúrunni og hringrás hvala og svifs er ein af meginstoðum lífs í hafinu.