Hvitbok_um_landsskipulag_landvernd_vefur

Hvítbók um skipulagsmál – drög að landskipulagsstefnu

Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða. Stefnunni er ætlað að tryggja heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um þróun byggðar og landnýtingar.

Stjórn Landverndar sendi innviðaráðuneytinu umsögn um málið.

Náttúran er undirstaða uppbyggingar

Í hvítbókinni eru kynnt þrjú meginmarkmið sem endurspegla þau verðmæti sem halda þarf jafnvægi á milli: a) náttúruleg verðmæti (auðlindir jarðar, vistkerfi og loftslag), b) framleiðsluverðmæti (peningar og vörur) og c) mannleg verðmæti (menntun, heilbrigði og vellíðan mannfólks). 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að framleiðsluverðmæti hafa tvöfaldast milli 1992 og 2014, mannleg verðmæti vaxið um 13% en náttúrulegu verðmætin rýrnað um 40%. Í því ljósi er mikilvægt að stefnumótun um landnýtingu leggi höfuðáherslu á að náttúran er undirstaða allrar uppbyggingar.

Að mati Landverndar gerir hvítbókin í heild ekki nægilega grein fyrir þörfinni á að endurheimta vistkerfi og koma í veg fyrir frekari hnignun þeirra.

Sjálfbær þróun sögð í fyrirrúmi en heildarmyndina skortir

Sú uppbygging sem kynnt er í hvítbókinni felst í að þrískipta stefnunni eftir þremur víddum sjálfbærrar þróunar – umhverfi, samfélagi og efnahag. Þetta er áhugaverð nálgun, en hún hefði útheimt miklu meiri vinnu við niðurröðun efnis og tengingar á milli einstakra kafla og ákvæða, til að tryggja skýrleika stefnunnar og skilvirka miðlun við framfylgd stefnunnar.

Landvernd fagnar áherslu á markvissar aðgerðir tengdar skipulagsmálum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem og boðaðri kortlagningu víðerna. 

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.