Landvernd og Fuglavernd hafa ítrekað gert athugasemdir við efnislosun í Glerhallardý á Álftanesi.
Eftir því sem samtökin hafa komst næst er ekkert deiliskipulag í gildi fyrir viðkomandi svæði en í aðalskipulagi er það skilgreint sem íþróttasvæði. Ekki eru merkingar á svæðinu sem benda til þess aðþað sé skilgreint sem jarðvegstippur. Jarðvegslosun á svæðinu fer vaxandi með degi hverjum og nálgast bakka Bessastaðatjarnar.
Sú vafasama jarðvegslosun sem nú er í gangi í Glerhallardý á varptíma fugla er alvarlegt og óhuggulegt inngrip í náttúru svæðisins.
Ef fram verður haldið sem horfir mun þrengja mjög að fuglalífi við Bessastaðatjörn, en úttekt á því sýnir að það er mikið og verðmætt.
Svæðið eins og það er í dag hefur einnig mikið upplifunargildi fyrir íbúa og gesti.
Eins og áður hefur komið fram telja bæði Landvernd og Fuglavernd að vernda beri Bessastaðastjörn sem heild og bakka hennar.