Velkomin í Jónsmessugöngu um hlíðar Ingólfsfjalls, með útsýni yfir Sogið og Grímsnesið.
Miðvikudaginn 24. júní 2021 kl. 19:30 verður boðið upp á Jónsmessugöngu um hlíðar Ingólfsfjalls undir leiðsögn Tryggva Felixsonar, formanns Landverndar. Þetta er létt ganga þar sem fjallað verður um jarðfræði svæðisins og Ingólfsfjall í vitund þjóðar og Árnesinga.
Eftir gönguna býður Landvernd upp á kakó og kleinur í Alviðru.
Allir eru hjartanlega velkomnir, en gott væri að fá vísbendingu um fjölda gesta svo við biðjum um að staðfesta komu hér.
Alviðra og Öndvernðarnes II eru friðað land í sameign Árnesinga og Landverndar. Í Alviðru er starfrækt fræðslusetur Landverndar fyrir almenning og skóla. Frekari upplýsingar um Alviðru er að finna hér.